Húrrandi!!
Enn tekst mér ekki að vakna fyrir klukkan ellefu á mánudegi. En þetta er næst síðasti mánudagurinn minn í "Viðbjóðnum", nafnið sem íbúðinni var gefið þegar ég leit hana fyrst. Og lýt enn á hana með þó nokkrum. Viðbjóði það er að segja.
Lofa því að reyna að koma einhverju í verk í dag. Kannski.
Það var stúlka sem ég þekki sem rak Íkon upp í andlitið á mér í gær og spurði mig hvort ég kannaðist ekki við myndina úr barnæsku. Ég leit á hana og benti henni á að þar sem ég ólst hvorki upp í árbænum né breiðholtinu þá hefði ég ekki þurft að biðja til trúarlegra tákna til þess að fá mat á borðið. Við áttum mat.
Ég þarf samt alvarlega að fara að selja dótið mitt. Og undribúa flutning. Það eru bara fokking tvær vikur í þetta. Reyni að auglýsa hér aftur:
Sjónvarp 28" = 10.000
Prentari = 2.000
Leifsgötusófi = 5.000
Rúm = 7.500
Bókaskápur = 7.500
Gasgrill = 20.000
Örbylgjuofn = 2.500
Svo er ég að leita að einhverjum sem er tilbúinn að skipta á fartölvu og borðtölvunni minni. Er bara eins árs og varla notuð.
No comments:
Post a Comment