January 18, 2005

Það væri þá varla svona loðið, er það?

Ég er að míga á mig af stressi. Hvað er ég að gera hundgamall maðurinn að selja allt og flýja land? Af hverju ekki bara að vera áfram í góðærinu? Ef ég dett út úr skóla gæti ég alltaf fengið að vinna 60 stundir uppi á Kárahnjúkum, skráð mig í Framsókn, skúrað hjá Sekjúrítas eða borið út fréttablaðið. Allt annað en breyta til. Ég er nefnilega kominn í ágæta rútínu sko. Vakna stundum á morganana stundum eftir hádegi. Fer stundum í skólann stundum ekki. Fer samt alltaf í kaffi til ömmu og afa á þriðjudögum. Þar liggur rútínan.

Held ég sé samt búinn að komast að því að ég er svartsýnismaður. Ég ligg ekki andvaka á nóttinni hugsandi um það hversu skemmtilegt það verður að prófa eitthvað nýtt. Búa í öðru landi, kannski eignast nýja vini(á síðasta snúning sökum aldurs) og hafa áhyggjur af því að versta veður sem fyrir finnst er rigning. Í alvörunni, ég er að flytja til land þar sem rigning er talin óveður. Hversu slæmt getur það verið? Ég ætti að hugsa um hversu skemmtilegt og nýtt þetta verður en mér tekst það ekki.

Besta svarsýnishugsunin eru peningar. Ég sem hef ekki séð pening frá því ég byrjaði í Háskólanum. Hræddur um að hafa ekki það sem ég hef ekki haft. Glæsilegt. Ekki það að ég gæti ekki reddað mér pening með því að sjúga miðaldra skÍtala. Sá einhvern tímann fréttaþátt um innflytjendur frá Suður-Ameríku sem redduðu sér tekjum með því að klæða sig í kjóla og sjúga skÍtala. Ég gæti gert það! Maður verður bara að passa að raka sig betur en venjulega.

Fokkitt. Þetta reddast allt saman. Skil ekki þetta væl í mér. Það versta sem gerist er að ég kem háskælandi heim eftir nokkrar vikur. Íbúðarlaus, peningalaus, innbúslaus ..... nokkurn veginn allslaus. Hvað er svona hræðilegt við það? Eitthvað sem er búið að troða í hausinn á manni held ég. Andskotinn hafi það! Ég gerði það þó alla veganna. Skipti um líf. Reif mig upp af rassgatinu og hætti að lifa kopípeistlífinu sem hefur stjórnað mér hingað til. Miðað við þau störf sem ég hef unnið við þá er þetta ekki það versta sem hefur komið fyrir mig. Nei, það að standa á sama punktinum í átta tíma í glerverksmiðju er það versta. Svo andskotinn hafi það ég hætti að hafa áhyggjur. Nema náttúrulega allt fari til andskotans.

No comments:

Post a Comment