Árið ég, það nýja.
Á maður þá ekki að byrja allt upp á nýtt? Verða betri maður, sál, persóna, einstaklingur og... hvað getur maður eiginlega orðið annað? Nei. Ég ætla bara að vera áfram svipaður því sem ég hef alltaf verið. Lítill kúkur. Lítill kúkur sem reykir og drekkur kannski of mikið. Ég sagði kannski. Látum það vera.
Ennþá líklegra að ég flytji til útlanda. 95% öruggur um það að vera kominn með herbergi. Nú er að ganga frá öllu og koma sér burt.
5 milljónir Halldór? Þú hlýtur að geta betur en þetta er það ekki?
Halldór Ásgrímsson: "Jaaaaa... ég vil nú minnst tjá mig um þetta mál á þessari stundu... þetta verður rætt í ríkisstjórn... málið er á viðkvæmu stigi..."
Halldór?! Halldór?! Hvernig leið þér á gamlársdag þegar þú sást að Davíð hirti af þér miðopnuna í Mogganum? Svíður? Sár?
Forsætisráðherra? Auðvitað ert það þú Halldór minn, auðvitað.
No comments:
Post a Comment