Sólveig!
Gott hjá Davíð og Halldóri að senda geðsjúklingin hana Sólveigu Pétursdóttur til að svara spurningum í sambandi við Gallup-könnunina. Það er ekki oft sem ég öskra á sjónvarpið mitt en Sólveigu tókst að fá mig til þess í gær. Hvað eru líka 84%? Ekki neitt, best að viðurkenna þetta ekki fyrr en það hefur náð 90%. Ekki það að ég sé mesti aðdáandi skoðanakannanna. Þessi spurning var þó mjög auðskiljanleg, ekki líkt og þegar Davíð spurði: "Ef Ísland færi í Evrópusambandið og heimurinn myndi farast í beinu framhaldi af því myndirðu þá vilja að Ísland færi í Evrópusambandið?"
En þar sem ég ætla að flýja land þá ætla ég ekki að vera að rífast yfir þessu. Ég ætla að sjúga geirvörtuna á Berlusconi. Þið megið hirða Sólveigu Pétursdóttur.
No comments:
Post a Comment