January 24, 2005

Tekst væntanlega

Ég er kominn með "verðlaunakerfi" til þess að reyna að draga úr reykingunum. Nú fæ ég mér bara sígerettu ef ég tel mig eiga hana skilið. Reyndar þá gefa fyrstu samanburðarrannskóknir ekki til kynna að ég sé að ná að draga úr reykingunum. Þvert á móti aukast þær. Verð að endurskipuleggja þetta eitthvað. Hérna er alla vegna kerfið líkt og ég lagði upp með það í fyrstu.

Það að ná að vakna fyrir átta um kvöldið gefa mér rétt á þremur sígarettum.
Að komast framúr, tvær.
Komast á klósettið eftir að hafa komið mér framúr, tvær, það að komast ekki á klósettið og míga í rúmið, mínus ein.
Ná að hella uppá kaffi, tvær.
Klæða mig, fimm til sex.
Finna gleraugun á undan sígarettupakkanum, tvær.
Sígarettupakkinn á undan, tvær.

Þarna er morgunprógrammið. Morgun reyndar svolítið teygjanlegt hugtak. Þetta getur náð alveg til níu um kvöld.

Hádegisprógrammið er einungis, ná að borða = tvær.

Eftirmiðdagurinn gengur út á það að verðlauna sjálfum mér ef ég kem mér út úr húsi. Þá má ég reykja fimm. Annars refsa ég sjálfum mér fyrir það að hafa ekki farið út úr húsi með því að reykja heilan pakka. Skítugi tobbi. Svo fæ ég mér eina ef mér tekst að líta í áttina að skólabókunum. Tvær ef ég opna eina.

Kvöldið er svo nokkuð létt bara. Verðlaun fyrir að nenna að elda mat, tvær. Halldór og Davíð að benda á ósanngjarna gagnrýni í fréttum, þrjár. Aðstoðarmenn þeirra að benda á ósanngjarna gagnrýni í fréttum, tvær. Davíð og Halldór eða aðstoðarmenn þeirra að benda ekki á ósanngjarna gagnrýni í fréttum..... bíddu.... ég hef aldrei þurft að láta á það reyna... við bíðum með þetta þangað til það gerist.

Svo verðlauna ég sjálfan mig fyrir það að koma mér úr fötunum til þess að fara upp í rúm, tvær þar. Að fara á klósettið áður en ég fer upp í rúm, tvær, og svo ef ég kem mér upp í rúm þá get ég verðlaunað sjálfan mig með tveimur í viðbót.

Þannig er ég búinn að sýna það í verki að ég er staðráðinn í því að hætta að reykja.

No comments:

Post a Comment