January 28, 2005

Úr einni dís í aðra

Bjór með Jó í gær. Orðinn gamall og má ekki fá mér bjór án þess að liggja svo dögum skiptir í þynnku.

Ég er svo ekki inn. Aldrei með laptop á kaffihúsum bæjarins. Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki verið meira þannig? Er ég að refsa sjálfum mér fyrir eitthvað sem ég gerði af mér í fyrra lífi? Hlýtur að vera.

Spurningakeppni með Svörtu sálinni í dag og áframhaldandi pökkun á heimilistækjum. Ég ætla aldrei að kaupa mér nokkurn hlut aftur. Þá þarf ég ekki að pakka. Héðan í frá ætla ég að passa mig á því að eiga bara dót sem passar í ferðatösku. Þá er ég alltaf tilbúinn. Í hvað? Hef ekki hugmynd. Okei. Viðurkenni það, ég var bara að þykjast vera kúl. Tókst það? Nei. Að því ég er ekki á kaffihúsi með laptop. Alltaf skal ég falla á því. Djö...

Farinn að éta brúnkukrem. Held að brúnkukrem sé svolítið eins og ólétta. Maður ljómar allur. Brúnkan kemur að innan. Eins og börnin. Svo ljóma ég allur og allir segja við mig "rosalega ljómar þú, ertu óléttur?" "Meibb! segi ég. Ég ét brúnkukrem!"

No comments:

Post a Comment