March 3, 2003
Eistaklega ljúfur mánudagsmorgunn. Veikindi setja ekki strik í reikninginn, einhver helvítis kvefviðbjóður sem er að hrella mig. Ágætis helgi sem liðin er þar sem áfengi var nóg og bollur étnar af mikilli áfergju í gær. Þokkalega sem þetta er einn besti dagur ársins, rjóminn er til þess fallinn að brúa bilið milli stríðandi fylkinga. Dabbi og Solla geta grafið stríðsöxina og étið á sig gat með bollum. Éta bolla mér finnst það soldið sick en skiptir ekki máli. Hef ákveðið að taka upp nýja tegund fordóma, þetta eru svokallaðir grunnþáttafordómar, allir grunnþættir eru af hinu vonda. Niður með grunnþætti. Held áfram veikindum mínum og kem mér í skólann. Þetta sýnir hvað ég er veikur, hver fer í skólann án þess að vera veikur?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment