March 10, 2003

Sparimánudagur.
Veikindi hrjá okkur enn þó svo að við látum sem ekkert sé og var tobbalicious mættur klukkan átta og tók þátt í hámenningarlegum umræðum um deyfandi áhrif ítölsku gamanmyndanna á þjóðfélagsgagnrýni. "Feikaði það" snilldarlega og telst nú til helstu menningarvita Háskólans. Skoppaði svo yfir Suðurgötuna og lét sannfærast um það að GPRS tæknin er komin til að vera. Þið verðið bara að sætta ykkur við það.

Tók samt eftir því að þessir verkfræðingar sem eru að stunda með mér nám eru verkfræðilega heftir að einu leyti. Þessir nemar geta örugglega reiknað út pí með 70 aukastöfum en þeim er gjörsamelga fyrirmunað að sturta niður eftir að hafa notað klósettin í Háskólabíói. Þetta er fólkið sem á eftir að byggja húsin sem þið búið í, leggja vegina sem þið keyrið á og teikna flugvélarnar sem þið ferðist með til útlanda. "Nú er ég búinn að pissa, hvað á maður svo aftur að gera? Bursta tennurnar? Nei ekki í skólanum? Fer fram og hugsa málið." Svo er klósettið svo marínerað í gömlu pissi að stinkurinn nær fram á gang og ekki möguleiki að fara þangað inn án þess að troða tveimur tópösum upp í sitthvora nösina. Legg til að nýju námskeiði verði komið á sem kallast "Undistöðuatriði verkfræðinema við að framkvæma sjálfsagða hluti". Námskeiðið verður til 3ja eininga og enginn fær að útskrifast án þess að hafa lokið því, svipað og Heimskuleg forspjallsvísindi hjá huglægu nemunum.

No comments:

Post a Comment