March 7, 2003

Héraðsbúar sjá loks til sólar.

Sparkling!!! Kominn Frædei og allt lítur út fyrir það að ég komist í áfengi í kvöld. Verkfræðineminn ætlar að svíkja lit og kærasta sig inn á árshátíð heimspekideildar þeirrar er við ítölsku er. Háheimspekilegar umræður um ris og fall Rómarveldis, áhrif Macchiavellis á uppbyggingu úthverfa í rókokkóstíl og notkun fónema. Æsispennandi!!! Get varla beðið.
Sé það reyndar að bíóhús borgarinnar verður að heimsækja á næstu dögum því að þessi helgi er í einu orði sagt "algjörsprengja". Spike Jonze og Páll Tómas Anderson er eitthvað sem ég vil ekki láta fram hjá mér fara. Snillingar báðir tveir.

Fyrirsögnin er tekin af mbl.is og gefur til kynna hve nálægt heimsendi við erum. Ég held ég hafi aldrei séð meira "pointless" frétt. En ég er ungur og það gæti ræst úr þessu.
Nokkuð víst að Dægurmálaútvarpið tekur þetta upp og hringir austur til að finna "púlsinn" á austfirðingum á þessum MERKU tímamótum. Vonast til þess að sjá frétt á morgun í sama blaði sem tilkynnir með stolti að nýr dagur sé kominn.

Nýr dagur á Íslandi
Íslendingar vöknuðu við það í morgun að nýr dagur var runninn upp. Margir lögðu leið sína í vinnuna en þó voru þeir ívið færri en daginn áður. Telja sérfræðingar að þar sé um að kenna laugardegi og því að mörg fyrirtæki hafi lokað á þeim degi. Flestir virðast hafa notað bílinn til þess að komast alla leið til vinnu þó svo að nokkrar hræður hafi sést nota strætisvagnakerfi Reykjavíkurborgar.Um klukkan 12 skall svo á hádegi sem teygði sig alveg til klukkan 13, þá virðist því hafa lokið snögglega og fannst engin rökrétt skýring á því. Búist er við því að deginum ljúki svo um klukkan 18 og þá taki við kvöld. Nú er svo bara að sjá til hvort það komi ekki nýr dagur á morgun.

Skrifa ekki meira í dag. Farinn að undirbúa drykkju.

Skál!!!

No comments:

Post a Comment