Skiptir Nirvana máli???
Verð líka að koma fram óánægju minni með Arnar Eggert á mogganum. Held ég hafi aldrei lesið jafn mikið rugl á minni litlu ævi. Er að hugleiða það hvort maður svari stráknum en finnst þessi grein eiginlega ekki svara verð. Svipar mjög til þess ef Guðrún Gunnarsdóttir myndi skrifa grein um klámiðnaðinn. Alltaf slæmt þegar blaðamenn láta eigið hatur á einhverjum hlut blinda sér sýn. Það er ekki hans að taka reiði sína á Nirvana út á lesendum moggans. Það hæfir einhvern veginn ekki. Svo eru nú atriði þarna inni sem hann hefur skrifað um og ákveðið að væri heilagur sannleikur án þess þó að hafa nokkuð fyrir sér. Finnst þetta aðallega sorglegt/leiðinlegt fyrir hann. Hvað manninum stóð til veit ég ekki, en þarna er ég hræddur um það að hann hafi skotið sig í fótinn. Aðallega sem blaðamaður, því það verður mjög erfitt að taka hann alvarlega í framtíðinni. Linkur á greinina í fyrirsögninni.
No comments:
Post a Comment