
Fór til heimilislæknis í morgun. Hann var með svona læknanema sem hjálpaði voða mikið og fannst voða gaman að pota í útbrotin sem ég er með. Það var nú ekki sami hasarinn þarna upp á heilsugæslustöð Seltjarnarness líkt og sjá má á miðvikudögum hjá Rúv. Enginn að biðja um sextíu lítra af saltlausn og ígræðslu á þvagpoka. Bara eitthvað gamalt fólk sem var að gera sér upp lasleika í von um það að fá skrifuð út örvandi lyf til að lyfta sér upp í skammdeginu. Sorglegt að sjá hvað eiturlyfiin eru að fara illa með þetta fólk. Læknirinn gat nú reyndar ekki alveg sagt mér til hvað það væri sem angraði mig en allt bendir til þess, eftir að við skoðuðum saman "Stóru sænsku húðsjúkdómabókina", að ég sé haldin sjúkdóm. Hvaða sjúkdóm?, segið þið þá, jú það er sjúkdómur sem útleggst á latínu sem "pityriasis rosea". Þess má geta að allar samræður okkar fóru fram á latínu. Segiði svo að menntaskólinn borgi sig ekki. Til þess að gera langa sögu stutta þá gat hann ekki greint mig með eitthvað sérstakt svo hann greindi mig ofvirkann og skrifaði upp á ritalín fyrir mig. Mér líður bara assgoti vel núna. Held að töflurnar séu byrjaðar að virka. Vona að húðsjúkdómalæknirinn sem ég þarf að fara til á morgun taki þær ekki af mér. Farinn að ofvirkast, get ekki skrifað meira.
No comments:
Post a Comment