
Þoli ekki að vera veikur. Þoli það ekki. Verð samt að lifa við þetta, víst að þetta er að sýkja mitt musteri sem ég vil líkama minn kalla.
Tók mér einhvern bleðil sem ég sá upp í skóla sem segir mér það að Jesú elski mig. Vissi það svo sem fyrir en þeir hjá Krossinum vilja endilega að ég líti við hjá þeim til þess að þeir geti sagt mér hve mikið hann elskar mig. Svipað og Barnaverndarstofa væri að skilja eftir miða sem stæði á "Mamma elskar þig!" komdu á samkomu hjá okkur og fáðu að vita hversu mikið. Rugl.
Allir síðan að hrósa Deezu fyrir það að kunna að linka og setja inn myndir. Dugleg telpa hún Deeza.
No comments:
Post a Comment