March 31, 2003
kominn úr sjálfskipaða bloggfríinu. Var ekki alveg að nenna þessu sko. En nú ætla ég að byrja aftur að skrifa um eitthvað skrítið og skemmtilegt. Fór í vinnu á föstudag og varð fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu að búðin fyllstist af vinum sem voru "bara að kíkja". Var á svo rosalega miklum "auto-pilot" að þegar viðskiptavinur rétti mér rautt epli og vildi fá að borga fyrir það, snéri ég því fram og aftur í lófanum á mér til þess að reyna að finna strikamerkið á því. Fannst það mjög svo skrítið að væri ekki til staðar. Verð að finna mér eitthvað annað að gera áður en ég steiki síðustu heilasellurnar við það að vinna við ekki neitt. Sótti um "starfið" hjá Undirtónum að dæma rokkplötur, sjáum nú til með það hvort þeir nenni að hafa mig hjá sér. Ferming hjá systur hjásvæfu minnar í gær. Fær hjásvæfumóðir bestu þakkir fyrir glæsilegan mat og sérstaklega fyrir að hafa leyst okkur út með súkkulaðiköku sem hefur svipuð áhrif og góður heróínskammtur. Maður verður algjörlega háður þessu helvíti og liggur svo í vímu í tvo klukkutíma á eftir. MMMMMMMMMMMMMMMM. I like the part where I´m eating and then the part where I´m eating some more. Sjónvarpið komið aftur. Kynlíf þá orðið óþarft. Læt mér nægja fréttir og kastljós til að fullnægja mér. Er ekki sænska ofurbeiban Svanhildur Hólm að taka við stjórnun þess? Kemur í ljós.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment