April 1, 2003
Fyrsti Apríl. Þetta er bara grín sko. Ekki taka neinu trúanlegu sem ég skrifa í dag. Ekki það að ég sé að segja eitthvað alla hina dagana sem ég nenni að henda einhverju hérna inn. Þetta á eftir að vera rosalegt mál seinna þegar það verður tekið fyrir sem "Stóra bloggfölsunarmálið". Forverðir verða kallaðir til að meta sérhverja færslu og innihald þeirra. Dreginn fyrir rétt, mannorð mitt að engu orðið. Er ég sá eini sem sér í gegnum þetta? Er enginn þarna úti sem vill skamma mig og segja mér hvað ég er að gera vitlaust? Hvar er mín innri Birgitta? Hvar er gleðin? Hver veit? Veit það eitt að tími er til kominn að sú skaðbrennda drottning dægurlaga þarf alvarlega að spá í það hversu mikið hún er að strauja sálina. Komin langt framyfir í heimild og heldur áfram án þess einu sinni að stoppa í fimm sekúndur til þess að spá í það hvort eitthvað væri að því að leggja nafn sitt við enn einn óþarfan. Hvílíkur og annar eins viðbjóður og nýjasta æðið sem drottningin lánar nafn sitt til held ég að hafi aldrei sést. Poppkort sem safna á í möppuviðbjóð. Það er örugglega það sem við þurfum. Það besta við það er reyndar að á forsíðu þessarar möppu lítur út fyrir það að hún sé með einhvers konar gríngleraugu og gervinef. Kannski ekki jafn glæsileg og allir héldu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment