April 29, 2003

Happy happy joy joy!!!

Alan Clements vinur minn skrifaði skemmtilega grínbók fyrir nokkrum árum sem heitir "The Principles of Computer Hardware". Hvern hefði grunað að árið 2003 væri Háskóli Íslands að nota þetta sem kennslubók í grunnatriðum tölvutækni. Hef ekki hjartað í mér að segja þeim að þetta hafi bara verið grín hjá honum. Maður vill aldrei vera boðberi þegar fréttirnar gætu haft áhrif á stöðu kennara við þennan blessaða skóla. Held þessu því fyrir sjálfan mig og læri fyrir þetta blessaða próf. Verst samt að allir þeir sem eru að framleiða tölvur eru að gera það á vitlausum forsendum. Vona að hið svokallaða "alnet" hrynji ekki bara út af því að ég fattaði þetta. Hvað þá tölvan með öllu kláminu mínu?

Nóg af rugli meira nám.

No comments:

Post a Comment