April 29, 2003

Líf mitt þessa dagana er á þessa leið:
Vakna. éta. skíta. internet. skíta. lesa. éta. internet.skíta. lesa. éta. skíta. sofa.
Farinn að skíta einum of oft fyrir minn smekk. Vona að það fari ekki að detta út einhver mikilvæg líffæri í leiðinni. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Þekkti einu sinn gaur sem skeit svo mikið að hann sveið í rassgatið. Mig langar helst til að taka Steve-O á þetta og hefta saman á mér rasskinnarnar til þess að enda þetta.
Minnir mig á það að það þarf nauðsynlega að búa til aðeins stærri gerð af álfabikar fyrir karlmenn og konur. Unisex helvíti sem hægt væri að troða upp í rassgatið og svo þegar hann væri fullur þá væri bara hægt að losa hann og engar skeiningar og ekki neitt. "Þarmabikarinn" myndi ég kalla hann. Svona elegant nafn sem gerir ekki upp á milli kynja og gæti jafnvel stuðlað að því að launamunur kynjanna yrði brúaður. Verð samt aðeins að spá í þessu nafni. Það kæmi líka til greina "Þarmaþing", svona eins og þarfaþing? Fyrir erlenda markaðinn væri gott nafn "Glutus Cuppus" eða "the Rectumreaper"? Ef ég fæ ekki helvítis nýsköpunarverðlaunin fyrir þetta þá veit ég ekki hvað? Maður er greinilega uppfullur af hugmyndum sem maður verður bara að hrinda í framkvæmd sjáið þið. Þá er bara að kaupa sér gúmmí, smíða kvikindið og gera svo nokkrar tilraunir. Þetta held ég að verði það sem koma skal í tískunni.

No comments:

Post a Comment