Sacco og Vanzetti
Var að horfa á mynd sem fjallar um mál Sacco og Vanzetti. Linkurinn hér að ofan segir frá máli þeirra. Sumir hlutir gera mann bara svo fucking reiðan. Veit ekki af hverju hlutir þurfa að vera svona. Michael Moore hitti svo naglann á höfuðið þegar hann talar um þjóðfélag sem alið er á hræðslu. Sölumenn dauðans, Klámvæðing, HABL og geðsjúkir ofbeldisseggir sem gera okkur ómögulegt að fara út úr húsi. "Hversu sjúkt er þetta þjóðfélag okkar orðið?". Ég ger svarað því. Það er orðið það sjúkt að fólk er að loka sig inni á heimilum sínum eftir að hafa horft á fréttir eða lesið dagblöðin. Það er svo sjúkt að fólk er hætt að gagnrýna það sem dælt er í það og tekur því sem heilögum sannleik. Í alvörunni, hvað er fólk að spá? Af hverju fer það ekki niður í miðbæ? Við hvað er það hrætt? Hvernig getur fólk setið í fermingarveislum og gegnrýnt það að Ísland taki á móti flóttamönnum þegar það er nokkuð ljóst að Ísland hefði aldrei byggst nema það hefðu komið hingað flóttamenn í byrjun. FOkk hvað ég er alltof pirraður til að reyna að tala um þetta. Vil bara koma því á framfæri til sem flestra að rífa hausinn á sér út úr rassgatinu og líta aðeins í kringum sig, þá gæti nefnilega verið að fólk myndi sjá það að það eina sem breyst hefur er það sjálft. Það var það sem útilokaði sig frá umheiminum en ekki hann frá þeim. Ef þú prófar að kíkja út um gægjugatið á útidyrahurðinni þinni þá sérðu það að það eru engir handrukkarar fyrir utan með hafnaboltakylfur. Það er enginn sem stoppar þig út á götu og reynir að selja þér E-töflu. Það er enginn brjálaður arabi sem ætlar að fljúga á Hús verslunarinnar. Það er óhætt að opna póstinn sinn án þess að senda hann í efnagreiningu "ef það skyldi nú vera miltisbrandur í honum". Þú ert því miður bara ekki það merkilegur að einhver ætli að senda þér miltisbrand. Þess væri óskandi að Davíð, Halldór,Steingrímur og Ingibjörg kæmu þessu inn í kollinn á sér, það er ekki nóg að stíga upp á einhvern kókkassa þruma yfir heimskan lýðinn og halda að þá sé maður merkilegri fyrir vikið. Hugsið ykkur firringuna hjá þessu fólki að það haldi að eitthvað sem það geri skipti máli. Þar sem ég er nú að læra stærðfræði þá ætla ég að nýta mér tækifærið og skilgreina mig fyrir utan íslensk stjórnmál. Þið megið eiga þann farsa. Lesið nú endilega alla þessa mismunandi netmiðla sem eru að "skeggræða" stjórnmálin horfið svo á Silfur Egils og spáið svo aðeins í því hversu mikið bull þetta er.
No comments:
Post a Comment