April 30, 2003

Missti mig aftur í hatur. Horfði á kastljósið áðan og það virðist einhvern veginn vera þannig að ungt fólk sem heldur að það hafi skoðanir á hlutunum er nautheimskt. Í fyrsta lagi er það stúlkan sem mætti þarna og vill endilega leggja niður regluna "saklaus uns sekt er sönnuð" og leggja alla þá sem mögulega kannski gætu hafa nauðgað einhverri stúlku, heyrði hana reyndar ekkert segja um það hvort þær ætluðu að leggja einnig þá sem nauðguðu strákum í einelti. Þá höfum við nokkurs konar sveit af "Judge Feminae" sem eru dómarar og kviðdómendur. Losar smá vinnu frá stofunum eins og héraðsdómi og hæstarétti. Sparar ríkinu líka pening ekki satt? Svo endileg að halda í þau skemmtilegu lög sem eiga að tryggja jafnrétti með misrétti. Þau lög sem eiga að tryggja konum eða þá karli vinnu hjá einhverju fyrirtæki, ef þau þykja jafnhæf, með því að láta kynjamismuninn innan fyrirtækisins ráða. Fleiri konur: ráðum kall. Fleiri karlar: ráðum konur.
Svo var þessi hrikalegi "frjálshyggju" drengur.. mig langar til þess að segja einhver orð um hann en því miður þá kom bara ekki einn einasti hlutur upp úr honum sem vert er að minnast á.
Hvernig væri að hætta þessu rugli? Hætta að búa alltaf til tvo hópa gegn hvorum öðrum, rífast um það og komast svo ekki að neinni niðurstöðu. Ég hef fulla trú á því að allar þær konur sem vilja koma sér áfram í lífinu tekst það. Þær þurfa enga hjálp við það. Alveg eins og allir þeir karlmenn sem vilja koma sér áfram geta það ef þeir vilja. Hvernig væri frekar að reka baráttu sem gengi út á það að allir væru jafnir. Til dæmis "Taktu börnin með í vinnuna" dag í stað "Auðs í krafti kvenna". Þá gætu mömmur tekið stráka með sér í vinnuna og pabbar dæturnar. Eða á ég að þora að segja það??? Konur dæturnar og pabbar strákana!!!!!!!!! Það myndi fara eftir hverjum og einum. Hvernig væri að búa í þannig þjóðfélagi? Þjóðfélagi sem gerir ekki upp á milli kynja, heldur leyfir hverjum og einum að komast áfram í því sem að þeim hentar.
Ég neita því að þurfa að hlusta á fólk út í bæ, sem heldur að það hafi alla hluti á hreinu, ráðast á mig bara af því að ég er karlmaður. Mér líður bara ágætlega. Geri ekki upp á milli einstaklinga háð kyni heldur hvernig perónu hann hefur að geyma.

No comments:

Post a Comment