April 29, 2003

Ég ætlaði aðeins að reyna að rugla smá áður en ég held þessum lestri áfram. Er samt ekki búinn að ná mér eftir það að hafa þurft að taka þátt í vörutalningu um helgina. Það er varla neitt leiðinlegra en það. Nema þá kannski þegar helvítis búðin er opin. Það er verra. Missti mig svo í lærdómi í gær að ég missti af CSI. Náði samt að kíkja á Tóní félaga minn berja Ralph félaga sinn til dauða í Sopranos. Djöfull eru þessir mafíósar alltaf að berja hver annan.

Hef ákveðið að bjóða nýja félaga velkomna í hóp bloggvina. Þetta eru stelpurnar í meistaraflokki Þórs á Akureyri. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar og vonandi að stelpurnar blandi sér í toppbaráttuna. Boltabuddur kalla þær sig. Boltabuddur er það sem ég mun kalla þær.

No comments:

Post a Comment