April 21, 2003

Roknarstuð. Þvílíkt og annað eins glæsipartý. Stoltur af sjálfum mér. Það veit alltaf á gott ef maður endar kvöldið á því að labba heim á sokkaleistunum. Herramaðurinn tobbalicious lánaði nebblega Deezu litlu skóna sína þar sem hún kvaldist svo af notkun háhæla. Mætti svo stoltur í vinnu daginn eftir hér um bil næstum því á rassgatinu ennþá. Það sem bjargaði mér frá því að hugsa um þynnku var það að nístandi harðsperrur kvöldu mig meira en orð fá lýst. Náði nú að harka þetta af mér og er nú annan dag páska að komast yfir þetta. Þetta var fokking brilljant partý og get varla beðið eftir því að endurtaka þetta. Alltaf gott þegar fólk hellir sig fullt. Varð samt fyrir miklum vonbrigðum með það að draugablokkin hafi ekki vaknað til lífsins og einhver drullast til þess að kvarta. Lætur fólk bara allt yfir sig ganga þessa dagana? Kannski verður okkur send "opinber" kvörtun frá skrifstofu stúdentagarða. Bíð spenntur. Smá samantekt fyrir þá sem ekki komust:
Gellur kvöldsins: Deeza og Dóra, fyrir einstaklega skemmtilega litasamsetningu.
Vælukjói kvöldsins: Spörri Seríós sem hvarf á braut alltof fljótt og dró með sér Jó-litlu.
Rútar kvöldsins: tobbalicious og Haddi, það að láta sjá sig á Gauknum er vottur um alkahólisma.
Maður morgundagsins: Halli sem sýndi sjaldséða dirfsku með því að ráðast á óhreinu diskana og glösin. Halli er hetja.

No comments:

Post a Comment