April 22, 2003

Ég veit það að maður ætti að vera að skrifa eitthvað svona fyndið til þess að fólk nenni að lesa þetta. Því miður þá er lestur algóriþma í C++ alveg við það að eyða þeim síðustu bröndurum sem ég lá á og ætlaði að nota í ellinni. Tek mér nú smá hvíld núna til þess að svara könnun frá Jafnréttisnefnd HÍ. Vona svo sannarlega að ég sé beittur jafnrétti í skólanum. Þó mig minni nú endilega að ég hafi þurft að hlusta á móðgandi eða særandi athugasemdir um mig, skoðanir mínar eða um einkalíf mitt. Það var reyndar ég sjálfur sem særði mig og þetta var inn á baði fyrir framan spegilinn svo ég held það teljist ekki með? Samt veit maður aldrei? Spurning hvort ég ætti að kæra sjálfan mig fyrir, ég verð nú oft fyrir því að öskrað sé á mig og ég sé skotspónn reiðikasts. En aftur verð ég að benda á það að ég var bæði þolandi og gerandi. Það er bara svo rosalega erfitt að vera ungur í dag. Legg þetta fyrir lögfræðing minn. Gott ef maður gæti ekki reddað sér smá pening út úr þessu? Þyrfti þó að borga sjálfur, það er ekki gott.

No comments:

Post a Comment