June 22, 2004

Best að ná inn öðru..

Nágrannarnir stóðu sig engan veginn. Stóð hágrenjandi með kústinn í höndinni. Hjálpaði mér einhver? Held ekki. Sálarlaus. Helvíti.

Svo er það bara búðin í dag. Eða kvöld öllu heldur. Vona að ég nái að halda mér vakandi í þetta skiptið. Vont þegar ég ligg fram á kassanum steinsofandi og viðskiptavinir þurfa að pikka í mig til að fá afgreiðslu. "Stráksi! Vaknaðu! Pabbi þarf sveskjusafann sinn! Erfiðar hægðir í ellinni!"

Talandi um eldra fólk. Ekki jafn gamalt og þeir sem alzheimera sig yfir í búðina en samt 30 eldra heldur en ég. Nú verð ég að fara varlega í sakirnar því ég er að vinna með þeim. Í hinni vinnunni sko. Þar sem ég er kúl sendibílstjóri. "Bíddu hægurm," segið þið, "geta sendibílstjórar einhvern veginn ekki verið kúl?" Ekki samkvæmt Gallup. Þar var sendibílaakstur valinn mest kúl starfsgrein í heimi en fast á hæla fylgdu leigubílaakstur og akstur strætisvagna. Sé fram á að þurfa að gefa ævisöguna út í tveimur bindum: "Svalur undir stýri" og "Kúl á kassanum."

En ég var að tala um allt annan hlut. Samstarfsfélagana. Þannig er nebbnilega að þeir eru allir u.þ.b. 25-30 eldri en ég. Þeir eru að leggja mér lífsreglurnar og beina mér í rétta átt til hamingjusamara og heilbrigðara lífernis. Það er gott og vel. Maður má alltaf bæta sig. Eitt sem ég á aldrei eftir að venjast er það þegar farið er að líta á mann sem einn af "strákunum" og aldurinn skiptir kannski ekki svo miklu máli. Svo þeir taka upp á því að vera að benda mér á fínar stelpur... á þeirra aldri. Gæti verið að ég sé svolítið desperate en.... mér finnst ekkert sexí við konur sem eru nær ömmu minni í aldri en móður minni.... mér finnst það frekar skerí... skerí as fuck.. að því ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka á þessu. Svo ég brosi bara. Það klikkar aldrei.

Talandi um eldri karlmenn þá gerðist sá hræðilegi hlutur í utanlandsferð minni um daginn að ég barði framtíðina augum. Þar sat hún í sætinu á móti mér í lestinni og sagði þessi ógleymanlegu orð: "... and for god´s sake please invite some single women this time. Not married ones." Eerieeeeeeeeeeeeeeeeeeee

No comments:

Post a Comment