Svar við Ólympíuleikum
Fyrir þá sem ekki þekkja. Lesist. Þarna vorum ég og Jo-vicious að sækja um draumaferð á Ólympíuleikana. Fékk loks svarbréf í dag. Elísabet Sveinsdóttir hjá Íslandsbanka sendi mér svohljóðandi bréf:
Kæri tobbalicious(ekki rétt nafn),
Með bréfi þessu viljum við þakka fyrir umsókn þína um "laust sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu". Valið stóð á milli 100 framúrskarandi einstaklinga og komu í raun allir til greina. Það var því mjög erfitt að velja tvo til fararinnar með Ólympíulandsliðinu, en að lokum var ákveðið að þau Arnar Már Þórisson, frjálsíþróttamaður úr FH og Sif Pálsdóttir fimleikakona úr Gerplu færu til Aþenu.
Íslandsbanki þakkar þér enn og aftur fyrir umsóknina og óskar þér alls hins besta í framtíðinni.
f.h. Íslandsbanka hf.,
Undirskrift
--------------
Elísabet Sveinsdóttir
Ég komst kannski ekki á Ólympíuleikana en ég fékk þó alla vegna bol!!! I got a freakin' t-shirt. Er í honum núna. Verð í honum á morgun og daginn þar á eftir. Samt líður mér svolítið illa því ekki fékk Jó-vic neinn bol. Hef því ákveðið að senda eftirfarandi ímeil til Elísabetar:
Kæra Bryndís,
Ég var rétt í þessu að fá svar ykkar við umsókn minni um "laust sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu". Auðvitað eru það ákveðin vonbrigði fyrir mig að komast ekki með Ólympíuförunum til Aþenu geri mér grein fyrir því að það geta ekki allir unnið alltaf. Alveg eins og í íþróttum. Leiðinlegast fannst mér þó að sjá bolinn sem ég fékk sendan frá Íslandsbanka. Georg og félagar??? Birgir, vinur minn, fékk rosalega flottan bol með ólympíumerkinu og Icelandic Olympic Team aftan á. Ég var að spá í því hvort ég gæti nokkuð fengið svoleiðis bol. Hann er miklu meira töff. Hinn bolurinn er líka frekar lítill.
f.h. mín,
Undirskrift
--------------
tobbalicious
Vonandi að ég fái sendan bol handa Jó-vic.
Hey! Var í búðinni og kom bara pirraður heim. Ótrúlegt. Held það hafi verið út af því að ég var að reyna nýja aðferð við að reyna við sætu stelpurnar sem koma í búðina. Get núna strikað út eftirfarandi línur:
"Nei, rosalega eru þetta sætir sokkar sem þú ert að kaupa. Næstum jafn sætir og þú."
"Nei! Þúúúúú ert súkkulaðigrís. Hí hí hí."
"Þú ert svo sæt að með örlítilli kolsýru værirðu gos."
"Einhvern tímann deitað kassastrák? Einu þrepi ofar pokastrák."
"Kærastinn þinn er með stærri brjóst en þú. Viltu koma í bíó?"
Stelpur kunna greinilega ekki gott að meta. Mín lýrík er svo misskilin. Þoli það ekki!!! Ætla að teikna mynd til þess að losna við heiftina. Hér er: "Ég hata stelpur" Mér líður svo miklu betur núna. Hvar væri ég ef ég hefði ekki listina??? tobbalicious: notar listina til að beisla heiftina!
Búðartrikk númer 43: Þegar viðskiptavinurinn segir nei við spurningunni óendanlegu um viðtöku kvittunar er ágætt að rugla aðeins í þeim með því að spyrja strax á eftir "Ertu viss?" Þá eru þau sko aldeilis ekki viss. Æðislegt að sjá þau engjast yfir þessu. Hafa ekkert með kvittun fyrir einni kókdós að gera en þegar þú setur þau í þessa siðferðilegu klípu sem þessi spurning er fara þau í algjöran hnút. Litlu lömbin mín. Hvar væru þið án tobbaliciousar?
No comments:
Post a Comment