June 9, 2004

Gríííííííðarleg svörun

Vil byrja á því að þakka öllum þeim sem sendu mér sms til þess að ég gæti fengið númerið hjá þeim aftur. Öllum þeim enga sem sendi mér skilaboð. Svooooo... annaðhvort lesa þeir sem ég hafði samband við ekki bloggið mitt eða þá þau séu að nýta sér tækifærið til þess að losna við mig. So you cheap bastards! Setti inn link þar sem hægt er að senda ókeypis sms. Bara skrifa númerið sitt og nafn og ég sé um restina. Linkurinn er fyrir neðan póstfangið... horfa til hægri núna... búið? Gott.

Búðin vel smurð og ætti að geta gengið fram að næstu helgi þegar kynþokkafyllsti karlmaður kvöldvaktar á þriðjudegi kemur aftur til starfa. Reyndar var ég bara að grínast. Þessi titill er ekkert til... ég var bara að búa hann til... he he he he.. djöfull er ég ruglaður maður.. það ætti að læsa mig inni ég sver það!

Veit ekki af hverju en það kemur oft fyrir undir lok vaktar í búðinni að ég fer að syngja með sjálfum mér lagið death to everyone með bonnie 'prince' billy. Með harðann skráp en stöðugt áreiti viðskipta"vina" nær alltaf að tæta hann í sig og skilja við mig nær geðveiki en náungakærleika. Svo var ég líka pirraður því verslunarstjórinn kom aftur og bannaði mér að afgreiða nakinn að neðan. Ósanngirni alltaf.

Reyndar verð ég að viðurkenna að pirringurinn var ekki út af ókurteisi viðskipta"vina" heldur meira tilburðum þeirra og útliti. Það var einstaklega mikið af hinum svokallaða "appelsínugula Íslendingi." Þetta eintak af karlmanni sem er svo rosalega stórborgarkyngeldur að sumarbyrjun er tekin með þvílíku trompi að rafmagnsnotkun stór-Reykajavíkursvæðisins eykst um helming vegna sólbekkjanotkunar viðkomandi. Ekki bara appelsínugulur litur heldur meira svona kjarnorkuslyssútgeislunarappelsínugulur. Svo er líkið af þessu sent til Glasgow þegar þeir látast úr húðkrabbameini um fertugt. Þetta eru leðurjakkarnir sem foreldrar ykkar kaupa í Skotlandi, meiri þykkt í þessu en Gallowaynauti. Sólbrúnn af sól getur verið fallegt, sólbrúnn af bekkjum er appelsínugult. Ekki sami hluturinn. Bara ef þú hafðir ekki gert þér grein fyrir því.

Strákarnir búnir, nú eru það stelpurnar. Hvað er að? Ég er búinn að tala um þetta áður. Brosa! Gerið alla vegna heiðarlega tilraun. Ætla draga úr hatrinu. Skrifa um þetta seinna.

Er búinn að sækja um leyfi til yfirstjórnar fyrirtækisins að ég fái að afgreiða með rettu í munninum. Er svo miklu meira sexý þannig. Hélt smá svona óformlega skoðanakönnun meðal viðskipta"vinanna" og orðið í búðinni segir: Rettan blívar.

Verð að hóra mér í rúmið. Uppblásna dúkkan sem ég pantaði er komin. Hatar að sofa einn. Fékk víst karlkyns dúkku í staðinn fyrir stúlkuna sem ég pantaði. Fæ 10% afslátt svo ég ætla að láta hann nægja. Alltaf tilbúinn að prófa nýjungar.

No comments:

Post a Comment