Kominn til innlanda
Eftir stutta en mikla frægðarför til landa þeirra er við út eru kennd er tobbalicious kominn heim. Heim í heiðadalinn. Það skal ég segja ykkur að þessir blessuðu tónleikar sem ég sá í útlöndum voru án efa einir af þeim bestu sem ég hef augum litið.
Ferðin byrjaði reyndar ekki vel. Þegar skyldubjórinn var tekinn á þriðjudagsmorgni, svona rétt til að koma sér í fluggírinn, lenti ég við hliðina á frænku dauðans. Hún samkjaftaði ekki. Og sögurnar. Sögurnar maður. Dæmi um sögu sem ég þurfti að hlusta á: "... og ég var í svona low-cut gallabuxum. Þær voru rosalega vinsælar þá. Nema hvað ég er á túr og hafði sett dömubindið það illa á að það stóð upp úr að aftan. Og ég gekk bara þannig um þangað til einhver benti mér á það." Þessa sögu var hún að segja litlu frændsystkinum sínum. 11 og 13 ára.
Tveir frasar sem ég lærði af henni eru:+
"Neeeeeeei. Keeeeeyyyptirðu kjjjjeeeeelllingin!"
"Frábó! Erum við þá bara ekki í góðum fíling?!"
Best var þó þegar kvikindið drap í sígarettunni, horfði á krakkana og lét frá sér þennan gullmola: "Ég er að fá geggjaða hálsbólgu."
Ég ætla að endurnýja beiðni mína til dómsmálaráðherra um að fá rafmagnsbyssu til þess að geta útdeilt réttmætri refsingu til handa þeim sem eiga það skilið.
No comments:
Post a Comment