Þönder!
Kominn heim eftir milljón tíma í vinnu og tilbúinn að henda mér í vinnu á morgun. Svo kemur 17.júní, dagurinn sem Jesú átti ammæli, og þá þarf maður ekki að vinna. Nema skátar. Þá þurfa þeir sko að vinna. Eins og brjálæðingar. Sem sannar það sem ég hef alltaf sagt; skátar eru þokkalega kreeeeeeeiiiiiiiiíííííííííííísí.
Engin búðarsaga núna. Ég er orðinn þokkalega paranoíd í búðinni. Þori varla að opna á mér munninn. Nema þegar gömlu kellingarnar koma. Þá bíð ég oftast munninn og tunguna með. Stelpurnar hafa gaman af þessu og ég líka. If it feels right, do it! Fríkaði út eftir að ég bauð kúnna strimilinn og hann sprakk úr hlátri. Ekki þessi vanalegi "ó hann er blindur og heldur á pappír alveg eins og gaurinn frá blindravinafélaginu sem reynir að selja mér happadrættismiða" hlátur, heldur meira svona eins og hann/hún/það hafi verið að bíða eftir þessu. Ef þú ætlar að stalka mig geturðu alla vegna keypt bol.
Var eitthvað að tala um það við betu um daginn um líf mitt sem fatlaðingur. Hún vildi meina að ég væri blindur en ekki fatlaður. Það er bara ekki rétt. Ég fór nefnilega að hugsa aðeins um þetta og komst að því að það eru tvö atriði sem komið hafa fyrir mig sem afsanna þetta og veita mér fatlaðingsstöðu. I wanna be in the minority!!!
1. Fékk uppbótarvinnu í prentsmiðju vegna blindunnar. Fyrsta dag var mér sýnd svonefnd klisja. Það er gúmmíferhyrningur sem notaður er til þess að prenta. Yfirmaðurinn sýndi mér klisjuna og sagði svo þessa setningu sem ég held ég láti setja á legsteininn minn: "Þú sérð að öðru megin er klisjan upphleypt. Sérðu stafina sem standa upp úr? Það er hlutinn sem á að snerta pappírinn. Annars kemur engin prentun. Þú verður alltaf að passa að hliðin sem er upphleypt snúi að pappírnum."
2. Fékk aðra vinnu en í þetta skiptið fór ég í atvinnuviðtalið með linsur (ég var ungur og óreyndur. Vissi ekki að stelpurnar eru brjálaðar í sterk gleraugu). Fékk vinnuna aðallega út á útlitið held ég, en það skiptir ekki máli. Svo fyrstu dagana er ég alltaf með linsurnar nema hvað einn daginn er ég alltof seinn og nenni ekki að henda linsunum í og mæti með kókbotnana á andlitinu. Yfirmaðurinn horfir svolítið á mig þegar ég mæti en ég í sakleysi mínu skrifa það á einstaklega fallegt og eftirsótt andlitslag. Korteri eftir að vinna hefst kemur þessi ákveðni yfirmaður síðan upp að mér og horfir á mig ákveðnum augum og segir: "Þú sagðir okkur aldrei að þú notaðir gleraugu!"
Svo er reyndar þriðja atriði. Þannig er að mér byrjaði snemma að vaxa skeggrót. Þannig að okkur datt það í hug einn daginn að prófa að senda mig í ríkið. Bara að prófa. Þá hef ég örugglega verið 16 ára og ennþá um það bil 140 cm. Svo inn geng ég í ríkið dvergvaxinn skeggrót með frumgerðina af hubble stjörnukíkinum fastan við andlitið á mér og keypti áfengi fyrir 10.000 kall. Eina kippu af hverri tegund og einn pela af hverri tegund. Gleymi ekki svipnum á konunni sem afgreiddi mig. Vorkunnarsvipur dauðans og hægt að lesa úr andlitinu: "Æ, greyið hvað hann á bágt." Setti meira að segja í poka fyrir mig. Ég rétti henni 20 krumpaða 500 kalla og þakkaði fyrir mig. Þetta var svo endurtekið um hverja helgi og fyrir hvert ball. Stundum borgar sig að vera í minnihluta.
óóóóóó hvað ég er orðinn eitthvað mjúkur. Farinn að rifja upp barnæskuna. Hvað verður það næst? Þetta blogg tekur svo miklum breytingum. Gleymum þessu með skátana, það er ég sem er kreeeeeeeiiiiiiííííííísí.
Svo er einhver ný stúlka búinn að linka á mig. Ég er kurteis lítill strákur og dettur ekki annað í hug en að linka til baka. Lesist: desperate. Annars ætla ég ekkert að banna þér að senda mér myndir af brjóstunum á þér ef þú vilt. Netfangið er þarna fyrir neðan blinda strákinn. "Brjóst fyrir blinda!" Það sagði Jesú alltaf ekki viljum við gera Jesú reiðan? Nei! Það viljum við sko alls ekki. Jesú elskar brjóst... það er að segja handa tobbaliciousi, ekki Jesú. Ekki senda Jesú mynd af brjóstunum á þér. Hann vill að þú sendir hana til mín. Ég skal sýna þér mín. Er einhver leið til þess að ég geti tryggt mér farseðil til helvítis? Já, vitið, ég held það.....
23 positions in a one night stand.
Only call you after, if you say I can.
Mamma. Manstu eftir þessu?
No comments:
Post a Comment