June 5, 2004

Latur

Gengur mjög illa að koma þessari ferðasögu inn. Enn fastur í Leifstöð. Það er engin furða að ég geti ekki skrifað hér inn, ég er á fullu í því að undirbúa forsetaframboð. Ég ætla að verða algjör hóra í embætti. Skrifa undir hvað sem er, þegnskylduvinna, hell yeah! Sjá þessa aumingja vinna fyrir ríkið og fá ekki neitt fyrir. Þannig á það að vera.

Búinn að redda mér tónleikunum sem ég var á diski. Vegna mistaka hjá fyrirtækinu sem er að selja diskana fékk ég alla tónleikana sem pixies halda í london. Stundum brosir lífið við manni. Takk kúkafyrirtæki fyrir að gera mig glaðan. Glaðan og graðan. Reyndar er það Betu að kenna. Hún var eitthvað að tala við mig í búðinni sinni í gær og held ég alveg örugglega að þetta sé í fyrsta skiptið í fjóra mánuði sem stelpa talar við mig. Vissi ekkert hvað ég átti að segja. Rétti henni bara 500 kall og spurði hvort hún vildi sjá á mér brjóstin. Það er greinilega ekki að virka hjá mér og kominn tími til að ég finni aðra pick-up línu.

Farinn að grilla.

No comments:

Post a Comment