December 14, 2004

Ekki gröftur enn

Þó ég sé sýktari en andskotinn. Grasserandi í ranghugmyndum, leiðindum og áhugaleysi. Ég bý í íbúð sem ég hata meira en lífið sjálft. Lýsandi dæmi um hversu mikill viðbjóður þessi íbúð er þá þarf ég að gera eftirfarandi ef ég vil komast inn í hana: opna útidyrahurðina, labba inn á klósett, loka útidyrahurðinni og stíga út af klósettinu. Skemmtileg hönnun! En því líkur ekki þar... ó nei... nú þarf ég að velja hvort ég vilji skilja skóna eftir fyrir framan útidyrahurðina og þar með útiloka það að geta opnað hana eða hvort ég vilji skilja þá eftir fyrir framan skápinn og þar með útiloka að hann verði opnaður. Þannig er tryggt strax með inngöngu að ég hata íbúðina. Ef svo skildi hafa farið að ghettógráu veggirnir, illa lyktandi ghettólyftan eða stálveggur dauðans fyrir utan hana hafi ekki tekist að brjóta mig niður.

Komst svo að því í dag að stúlkurnar tvær sem ætluðu að leita að herbergi fyrir mig í útlöndum hafa ekkert gert í því, önnur vissi ekki af því og hin greinilega gleymdi því. Svo það lítur illa út með flutninga eftir áramót. Nema ég hendi mér bara út um jól og áramót? Gæti hugsað mér margt verra. Eins og að fá hræðilegan sjúkdóm í húðina sem myndi éta hana upp. Það væri sko pottþétt verra. Líka að pissa á sig á fjölmennum stað eins og kringlunni. Það er líka verra. Ég er að finna alveg helling af hlutum sem eru verri! Ekkert smá klár!

Kominn tími til þess að ljúka 7 ára sögu, sem hefði átt að vera lokið fyrir löngu. Líkt og mjög vitur kona sagði mér einu sinni: "Love can grow out of friendship but friendship can never grow out of love."

No comments:

Post a Comment