December 22, 2004

Jóla....

Jólunum ætla ég að fagna líkt og algjör kelling. Jú, það er rétt, einn heima með rauðvín í glasi, capri rauða langa á milli vísifingurs og löngutangar lesandi barnaland og/eða femin. OG þið sem hélduð að ég gæti ekki verið rómantískur!!!! I prove you wrong, yet again.

Annars er orðið hræðilegt fyrir mig að horfa á fréttatíma. Þakka guði fyrir það að búa ekki lengur heima hjá foreldrum mínum. Alltaf verið að tala um einhverja smokka og kynsjúkdóma. Ég eldrauður í framan að fela fyrir sjálfum mér þá staðreynd að ég sé með flaggað í hálfa. Ekki það að ég fatti það ekki. Ég fatta það alltaf. Sem verður bara til þess að ég skammast mín meira og reyni að meiða mig. Ekki með neinu oddhvössu samt, ég er ekki mikið fyrir blóð. Stundum lem ég mig með teskeið í lærið, það hljómar kannski ekkert hræðilegt en ég get sagt það með nokkurri vissu að það svíður. Kannski ekki mikið en samt...

Nóg af þessu ofbeldistali öllu saman. Ég er orðinn hræddur.

Með áhorfi á auglýsingar fyrir þessi jól hef ég tekið þá ákvörðun að eignast aldrei börn. Ég hef engan áhuga á því eignast rauðkrullhært ótalandi krakkaviðbjóð. Sem kann ekki að syngja í þokkabót. Hvað er málið líka að hafa öll þessi rauðhærðu kvikindi með blá augu??!!! Það vita allir að rauðhærð börn geta ekki verið bláeygð. Sönnun. Ég legg til að þau verið öll sett upp í vöruflutningabíla og keyrð fram af bjargi. Þannig losnum við líka við það að vera alltaf neðst í könnunum um gáfur grunnskólabarna.

No comments:

Post a Comment