December 3, 2004

Er að baka

Ég var ekki vinsæll á mánudaginn í tíma þegar eitthvað var minnst á köku sem borðuð skildi í dag. Mitt innlegg í þá umræðu var: "Stelpurnar sögðust ætla að baka."

Rosalega geta stelpur verið hörundsárar! Þetta var bara ein setning. En allt í lagi, ég held það sé gleymt í dag sérstaklega þar sem ég kem með köku. Hvernig ætli þær taki því þegar ég skelli fram nýrri fullyrðingu? Ég sé ekki að þær ættu að sjá neitt athugavert við: "Veistu það, kennari, að stelpur í dag kunna þetta bara ekki."

No comments:

Post a Comment