December 17, 2004

Er ég á leiðinni að verða listamaður???

Sendi eftirfarandi póst til Listasafns Íslands:

Sæll Dr. Ólafur.

Nú veit ég ekki hvort ég sé að senda þetta á rétta manneskju en mig langaði að koma til ykkar hugmynd sem mér var að detta í hug.

Þannig er mál með vexti að sýning sú sem Birgir Örn Thoroddsen er með í gangi gaf mér innblástur að sýningu sem halda mætti með vorinu. Fleiri tugir þúsunda nemenda á öllum aldri verða þá innilokuð að læra fyrir próf og væri ekki sniðugt að hafa þá sýningu á netinu þar sem veruleikinn er í beinni. Frústrasjónin að halda sér við efnið, baráttan við bækurnar og kaffidrykkja. Eitthvað sem hver einasti nemandi getur myndað tengsl við og yrði sýning sem fjallar um mikilvægar spurningar sem varða tengslin milli listarinnar, námsins og veruleikans.

Sýning til þess að skapa umræðu um gildi náms í nútímasamfélaginu. Upphefur hughyggjuna og samtal um mikilvægi hugar og efnis(bókar).

Ég vona að þessi hugmynd mín falli í góðan jarðveg hjá ykkur og vonast til þess að heyra frá ykkur sem fyrst.

Kær kveðja,
tobbalicious


Eins gott að þau kaupi þetta af mér. Annað væri mismunun.

No comments:

Post a Comment