December 10, 2004

Eyðilagður maður

Hef ekki sofið í þrjá daga. Varla komið matarbita innfyrir varirnar á mér sökum þunglyndis. Sumir kalla það ólyndi. Ég kalla það þunglyndi. Mér var kennt það þannig. Auk þess sem ég neita að viðurkenna orðið "þvera" sem virðist vera nýja tískuorðið í vegagerð.

Fyrrverandi kærasta mín kallaði mig nafni nýja kærastans (óstaðfest) þegar við töluðum saman í síma. Ég og hún ekki ég og hann. Veröld mín hrundi og nú þarf ég að drekka hálfan lítra af vatni á klukkustund til þess að halda táraflaumnum gangandi. Bú hú hú!!!

Hjálmar í kvöld. Tregafullt reggí með Eigingjörnu tíkinni til þess að hressa upp á prófkvíðann sem er að hrjá mig. Vona að þeir selji áfengi á barnum.

No comments:

Post a Comment