December 3, 2004

Korgur í eigin ríki

Það er ótrúlegt hvað ég er búinn að sjá margar góðar myndir upp á síðkastið. Ég er í raun bara búinn að sjá góðar myndir. Og ef einhver hefur áhuga þá er það vel þess virði að sjá Kopps, Eternal sunshine of the spotless mind og the Incredibles. Og þeir sem hafa ekki enn keypt sér Nirvana-boxið eru bara geðveikir með lítil typpi.

Rakst á umræðuþráð um stærð typpa kærasta inni á barnalandi frá batman.is og ætla að leyfa mér að efast um sannleiksgildi þessara mælinga.

hvað langur
20 cm 84
15 cm 109
10 cm 24
20cm + 69
annað hvað þá 25
Samtals atkvæði 311


Glætan að meira en helmingur sé með stærð 20cm eða stærra. Og ég tel nokkuð víst að þeir og/eða þær sem sögðu hann "annað" voru ekki að tala um 5 cm. Hvaðan voru þessi kærustupör að mæla? Fra borunni? Naflanum? Hnéinu? Er þetta enn einn parturinn í minnimáttarkennd okkar? En það er svo sem allt í lagi að ljúga um typpastærð því það eru hræðilega fáir sem geta nokkurn tímann séð sannleikann. Það er ekki eins og einhver myndi krefjast þess að fá að mæla hann hjá þér. Alla vegna ekki úti á götu. Nú eru kannski einhverjir sem halda að ég sé öfundsjúkur en svo er nú ekki. Ég er mjög stoltur af mínu strák sem er heilir 8,2 cm á góðum degi. Þá myndi ég væntanlega komast upp í 10 cm flokkinn?

Skoðið þetta frekar.

No comments:

Post a Comment