Móðurást
Guðný "af hverju kallarðu hana ekki mömmu?" Þorvaldsdóttir kom mér yndislega á óvart í gær. Það gerist ekki oft þar sem hún er svolítill ferhyrningur. En í gær þá varð loksins breyting á. Í þau fáu skipti sem við ræðum saman um "hitt" kynið (geðsjúklingana) þá erum við yfirleitt ekki á sömu skoðun. Hún heimtar að ég sé með einni. Hún heimtar barneignir. Giftingu og guð má vita hvað allt þetta drasl heitir. Ég reyni að útskýra fyrir henni mína afstöðu, ég óframfærinn, órakaður og ómenntaður. Þannig strákar eiga bara ekki möguleika í stelpur í raunheimum. En sem betur fer þá er til þessi dásamlega uppgötvum sem kallast internetið þar sem ég get átt eins margar kærustur og ég vil fyrir einungis 9,99 dollara á mánuði. Þær skamma mig heldur aldrei, skipi mér ekki að skipta um nærbuxur eða banna mér að snýta mér í bolinn minn.
Þetta er bara hlutur sem við erum ekki sammála um, ég kalla það "Peningar fyrir hamingju" hún kallar það perrahátt. En hver er "perrinn" undir þessum kringumstæðum? Þær eru naktar. Ekki ég. Eru þær þá ekki meir perrar en ég? Ég passa mig alltaf á því að vera í bol. Vil ekki sýna allan varninginn fyrr en ég gifti mig.
Eníhús þá vorum við að ræða þessi mál í gær, en þegar ég meina við þá á ég frekar við að hún átti samræður við sjálfa sig upphátt um ástandið á mér, aðallega kvenmannsleysi. Ég ætla að vona að ég muni þetta orðrétt:
"...en annars þá veit ég um stelpu sem er hrifin af þér (móðir mín pimpið).... kannski ekki hrifin en henni leist vel á þig (hvaaaaaaað????!).... það skiptir ekki máli.... annars minnir mig að systir hennar sé feit.... ætli hún sé feit?, nei, hún er voðalega dugleg.... hún er örugglega ekki feit... ég vil engar feitar stelpur í mína ætt!"
Hryðjuverkaárás dauðans. Ég sat sem lamaður í sófanum. Það var ekkert sem ég gat sagt né gert til þess að svara þessu. Svo ég kveikti mér bara í sígarettu. Hálfnaður með hana horfir móðir mín á mig með hvössu augnaráði og segir:
"Hvenær ætlarðu svo að hætta þessum óþverra?!"
"Þegar ég eignast kærustu."
Augnaráðið var ekki hvasst lengur og það rann upp fyrir Guðnýju að ég ætti aldrei eftir að hætta að reykja.
No comments:
Post a Comment