February 5, 2003

Það er alltaf spurning um hvað sé rétt og hvað rangt. Mér finnst til dæmis mjög rangt af Háskólanum að ætlast til þess að ég læri og nái prófum í þessu blessaða tölvustússi en aftur á móti finnst mér rétt að þeir sem læra þetta fag líta mjög illa út og hafa greinilega ekki tíma til þess að fara í sturtu eða líta í spegil. Koma nokkurn vegin eins og þeir séu nýdottnir út úr leginu með fósturslykjuna enn á sér og fylgjuna í eftirdragi(lesist sem ljóti félaginn sem fær notuðu Hagkaupsfötin frá hinum). Svo að í stuttu máli eru bekkjarfélagar mínir fóstur og fylgja.
Ekki það að á öðrum brautum séu þau eitthvað betri. Þar er vandamálið bara að enginn hefur sagt þeim að það er ekkert merkilegt að komast í Háskólann. Það að þurfa að hanga þarna með þessu fólki gerir mig svolítið reiðan, ef einhver hefur tekið eftir því. Mig langar oft að halda jólin aðeins fyrr þetta árið og reka hnefann á mér í magann á þeim. Það sem stoppar mig er sú vitneskja að þeirra leiðtogi er Maggi Sækó, undrabarn stjórnmálafræðinnar, sá drengur hefur eitthvað á móti mér og væri fljótur að safna í lið til þess að tjara og fiðra mig á næsta stúdentadegi. Stormur í tebolla það er ég, þökk sé Magga Sækó.

No comments:

Post a Comment