February 7, 2003

Tvær fréttatilkynningar:
1. Kapallinn hefur verið færður af Snorrastrasse og yfir á Eggertsstrasse. Dagar þess að liggja flatur á gólfinu og skoða internet-klám eru á enda og hafa Thrustlerinn og Jovicious nú unnið sér inn þrjá tíma af því að skrúbba mig hreinan. Prikið og þvottapokinn eru hér hjá mér. Komið bara krakkar. Ég ligg í sófanum núna, enn að skoða það sama.

2. Heili bílsins reyndist svo vera, ekki svo mikið hægra-megin í vélinni eins og samtöl mín við þrjá bifvélavirkja gáfu til kynna. Eftir stutt stopp í Heklu þar sem ekki einn einasti bifvélavirki mátti vera að því að taka sér 30sekúndna pásu til þess að benda mér á hvar helvítið lægi, var förinni heitið upp á Höfða þar sem Gummi Partasali benti mér á það að heilinn væri í raun ekki hægramegin í vélinni heldur hægramegin inn í bílnum nánar tiltekið við hliðina á hanskahólfinu. Somebody´s laughing there ass of right about now. Stóð semsagt í tvo heila daga og starði á vitlausan enda, engin furða að ég hafi ekki fundið helvítið. En sem sagt þetta er komið í hús svo förinni er heitið upp í Heklu á morgun og athuga hvort Makkína dauðans fari þá að haga sér eins og bíll.

No comments:

Post a Comment