Já, það er kannski kominn tími til þess að byrja á þessu blessaða bloggi aftur. Ég veit það að þið eruð búin að sakna mín ógurlega og vitið ekki hvað þið eigið að gera án mín og minna hnyttnu innleggja hér.
Allora, helgin í stuttu máli.
Friday: Unnið úr þynnku, þar sem á einhvern óskiljanlegan hátt rataði allt rauðvínið beint oní maga í stað þess að halda sér í flöskunum. Passið ykkur á rauðvíninu. Það er brögðótt. Kvöldinu eytt í það að raða sparnaðarsnitzeli í hillur Garðabæjarbúðarinnar. Það var gaman.
Laugardagur: Allt gert til þess að læra ekki. Hjálpaði þó skítugum ítala að skilja hvað þetta blessaða verkefni snérist um. Sem að var ágætt þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvað það snérist. Það endaði með því að mér var boðið í skítugt ítalapartý og dró ég Völund með mér. Þar var drukkið og spjallað. Mest þó ég og Völundur okkar á milli. Reynt að ræsa Jo og Spörra til að hittast í bænum en þar sem þau voru svo hrikalega upptekin við það að spila partý og co. gekk það ekki eftir og var því farið snemma að sofa, þó svo að Spörri Seríós hafi vakið tobbalicious með fúkyrðum og niðurlægjandi kommentum um augnstærð tobbaliciousar.
Sunday: Upp á spítala, mála með Völundi og skúra svo. PT kláraði verkefnið á meðan. Glæsilegt hjá honum. 1-0 fyrir PT.
Þúsundir manna svelta á götum Kalkútta. Ég hef áhyggjur af skítaverkefni í skítaskólanum. Ítalarnir buðu þó uppá nutella-fylltar pönnukökur með flórsykri ofaná, Völundur smakkaði og sendi svo restina til Kalkútta. Góður strákur Völundur.
No comments:
Post a Comment