February 27, 2003


Ég og og Spörri Seríós sáum sátum sem límdir við skjáinn í gær. Ástæðan var sú að gamalt og gleymt teymi hafði sameinast eftir mörg ár í sundur. Tárin steymdu niður kinnarnar þegar Scott Bakula og Dean Stockwell hittust á ný og glöddu hjörtu gamalla lúða. Quantum Leap-possé-ið laust niður í heim okkar og er sterkara en nokkru sinni fyrr. Ekki eru þeir þó félagar í þetta skiptið heldur þjóna þeir sitthvorum herranum og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls í náinni framtíð. Sýnir líka hvað þessir menn eru ótrúlega fjölbreyttir og hæfileikaríkir, það er ekkert verkefni of erfitt fyrir þessa menn og var maður strax sokkinn djúpt í heimspekilegar hugleiðingar um hvað vináttan er fallvölt og það sé aldrei hægt að treysta á neitt í þessu lífi. Fyrir þá sem ekki vita hvar þeir sameinuðust þá er þeim bent á sjónvarpsdagskrá gærdagsins hjá RÚV.

No comments:

Post a Comment