February 23, 2003

Nú er komið að sögunni um Esra Elí.
Ég var á gangi hér í hverfinu mínu á leið í skólann þegar ég heyri rödd óma um hverfið og varð mér nokkuð brugðið. Eftir 9/11 þá er maður alltaf á varðbergi, því hryðjuverkin gera ekki boð á undan sér. Ástæða hræðslu minnar var sú að kvenmannsröddin sem ómaði um hverfið kallaði í sífellu "Ísrael". Ég var ekki alveg að ná því hvað í andskotanum hún ætti við með þessu og horfði til himins og beið eftir að sjá farþegaflugvél jafna stúdentagarðana við jörðu. Enga sá ég flugvélina en við nánari athugun kom í ljós barn sem lék sér þarna á hól. Köll konunnar voru víst ætluð honum. Skildi samt ekki af hverju barnið héti Ísrael? Hlustaði aðeins betur og heyrði þá að "Ísrael"reyndist vera Esra Elí. Fannst það samt ekkert betra fyrir barnið.

No comments:

Post a Comment