February 14, 2003

Gaman, gaman. Föstudagur kominn og mín bíður vinna. Gaman gaman. Spörri Seríós kom sterkur inn og lánaði mér helling af myndum til þess að horfa á í tölvunni. Bara svo þú vitir það Spörri minn þá færðu þetta aldrei aftur. Borgar sig að vera hreinskilinn. Verð að segja að það hlakkar í mér þar sem á morgun verður svokallað "Evróvisjónpaahrtæ" þar sem takmarkið verður að drekka nógu mikið þangað til öll lögin eru gleymd og grafin.Býst við því að vinna þá keppni með yfirburðum. Annars verð ég líka óska Deezu til hamingju með V-daginn, það bíður þín eitt högg hérna á Eggertsgötunni ástin mín. That ought to piss someone off.
Það eru líka komnar upp þessar fínu myndir af frambjóðendum vöku og röskvu til kosninga í stúdentaráð. Samkvæmt þeim byggist kosningabaráttan aðallega á því hvor flokkurinn er með sætara fólk á lista. Ekki stóð eitt einasta orð um hvað blessaðar fylkingarnar ætla að gera til þess að bæta aðbúnað og efnahag stúdenta, það hlýtur bara að hafa gleymst að setja það inn? Höldum áfram þessum "Ástþórs"-póstsendingum og reynum að komast að því hvaða loforð þau eru tilbúinn að gefa mér. Þangað til.

No comments:

Post a Comment