February 21, 2003
Lífið er svo skemmtilegt. Í gærkvöldi gerðist ég stuðpúði í knattspyrnuiðkun vina minna. Gekk út á það að ég stóð út í horni og lét dúndra boltanum í mig. Þó svo að hreyfingin hafi ekki verið mikil tókst mér samt að eyðileggja á mér hnéð. Haltra núna líkt og rottan sem ég er. Er þó vel stemndur til þess að fara og horfa á Townsendinn í kvöld, vona að maður nái að kreysta upp úr sér alla vegna einn hlátur. Maður verður að sýna smá gestrisni víst að það er búið að bjóða þessum manni hingað. Bendi öllum sem vilja laga skapið í þessu veðri að lesa sambandavandræði á femin.is. Þetta eru svona 16 ára smástelpur sem eru að skrifa um það hvað það hafi hræðileg áhrif á sambandið að geta ekki valið mynd til að fara á saman þegar þær eru búnar að senda krakkann á Vestfirði að því það er pabbahelgi. Og nýi kærastinn er alltaf að hringja í gömlu kærustuna og hún að hringa í stelpuna ásamt því sem kærasta fyrrverandi kærasta er alltaf að hringja og skamma hana fyrir að hafa eyðilagt allt fyrir fyrrverandi. Sjoppan farin á hausinn og hann fær ekki gömlu vinnuna í Granda og þess vegna drekkur hann. Þetta er fólk sem er til í alvörunni, how scary is that?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment