Komnir tveir dagar og ekki skrifað neitt. En það er góð ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég missti algjörlega trú á Íslendingum á laugardaginn, hvað er að ykkur? Hvernig dettur ykkur í hug að kjósa mestu lagleysu í heimi sem framlag okkar til úróvísón. Bara ofar mínum skilningi hvað fólk getur verið algjörlega skert allri rökhugsun. Á hvaða tíma gat fólk ekki sagt við sjálft sig "Jú, jú hún er svosem ágæt stúlkukind og svona sæt og frá Húsavík, en lagið skal ég aldrei kjósa." Þetta er sama fólkið og sagði 5 mínútum áður að "birtu-viðbjóðurinn" væri það versta sem hefði komið fyrir okkur síðan einokunarverslunin var og hét, sneri sér síðan við og kaus þetta. Ég hef ákveðið að í refsingarskyni þá held ég með finnum. Áfram Finnland!!!!!!!!! Þið megið eiga þetta sem við sendum, alla vegna er það ekki lag. You people deserve it.
Fannst annars mjög gaman á laugardaginn, sæmilega drukkinn og komst heill heim. Verst fannst mér þó að hafa gleymt að taka úr mér linsurnar og geta ekki enn séð rassgat. Ég er nógu andskotans blindur að lífið þurfi ekki að gera grín að mér á þennan hátt.
Sá það að Jón Svanur er víst að slá sér upp með einhverri dömu. Hef ekki verið kynntur almennilega fyrir henni en býst við því að því verði kippt í liðinn. Ekki satt Jón Svanur?
Annars eins og svo oft áður verð ég að þakka mánudegi fyrir það að hafa náð að tryggja það að nú hata ég hann meira en nokkru sinni fyrr. Ég ætla samt ekki að skella skuldinni algjörlega á hann, veit það að örlítill hluti af sökinni liggur hjá mér, bara örlítill samt.
No comments:
Post a Comment