They´re like.... Sons!... Of DAUGHTERS!
Þegar maður er í háskóla á maður alltaf á hættu að heyra setningar líkt og þessa: "Kafka-esque að senda bækur í gegnum tollinn". En er það ekki einmitt það sem háskólanám gengur út á? Nota svona fansí-pansí-setningar til þess að slá ryki í augu samnemenda þinna. They´re stupid anyway and don´t know what the hell you´re talking about. "Clash of the titans!" Af hverju hendir enginn einhverju svona í mig? Held það sé auðvelt að losa sig út úr svona samtali, bara spyrja viðkomandi hvað í andskotanum hann sé að tala um.
"Viltu mjólk út í kaffið?"
"Nei. Það er nefnilega svolítið George Orwell-esque hugsun í því að fá sér mjólk. Samyrkjubú, kommúnismi og allt það."
"Hvað ertu að tala um?"
"Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir! Stalín-esque hugsun. Fylgist ekkert með sögu maður?"
"Nei. Auk þess sem það er Dýrin í Hálsaskógi-esque að segja að öll dýrin eigi að vera vinir. Stalín? Vinir? Held að hann hafi ekki átt neina."
Ef þið hafið verið að velta þvi fyrir ykkur hvers vegna ég hafi ekki skrifað mikið síðustu daga þá hef ég svör á reiðum höndum. Væru það ekki slagsmál? Kannski ekki slagsmál en alla vegna eitt högg? Mamma væri kannski að spyrja mann að einhverju fáránlegu eins og það hvort maður ætli ekki að finna sér kærustu og koma svo með barnabörn handa henni. "Ég er með svör á reiðum höndum, mamma mín." BÚMMM! Steinliggur kellingin og allir sáttir.
Ekki búinn að skrifa. Halda sér við efnið tobbalicious. Ef ég væri hollenskur þá væri ég örugglega kallaður tobbalicioous. EFNIÐ tOBBALICIOUS!! Haltu þér við það! Ástæða þess að ég hef ekki skrifað mikið síðustu daga er sú að ég er nýkominn úr aðgerð. Já. Fór á spítala og lét skera mig upp. Mér hefur nefnilega fundist það síðustu mánuð sem það vanti örlitla fyllingu í líf mitt. Ekki það að líf einstæðingsins sé ekki skemmtilegt og frjálst. Það segir mér t.d. enginn hvenær ég fari að sofa. Ræð því sko alveg 100% sjálfur. Nema hvað. Hefur sem sagt fundist ég innantómur, sjálfstraustið í minna lagi og vantað almennt upp á gleðina. Svo ég fékk mér sílikon og líður svo miklu betur núna. Reyndar á þessari mynd er ég enn svolítið bólginn eftir aðgerðina en bólgan á eftir að hjaðna. Stundum þarf maður svolitla hjálp til þess að koma sér aftur á rétta braut.
Nenni ekki meiru. Heyrði útvarpsauglýsingu frá þeim merka skinkuframleiðanda, Búrfelli. Það er ljótt að ljúga.
Búrfell. Betra verð. Ætti að frekar að vera: "Búrfell. Ekkert kjöt" eða "Búrfell. Bara mergur." Rétt skal nefnilega vera rétt.
No comments:
Post a Comment