Ég vildi bara vera almennilegur!
Ég er alltaf að sjá nýja foreldra eyða fyrsta deginum með börnunum sínum á leikskólanum hér fyrir utan Eggert. Þar sem ég er góður strákur og mikið heima að gera svo sem ekki mikið ákvað ég að það væri almennilegt af mér að bjóðast til þess að fylgjast með börnunum fyrir foreldrana. Mér sýnist á öllu að fólk vilji greinilega ekki hjálp meðborgara sinna. Annaðhvort virtu þau mig ekki viðlits eða þá að mér var hótað heimsókn frá lögreglunni þegar ég kallaði í þau af svölunum. Ég vildi bara vera almennilegur. Almennilegheit kosta nefnilega ekki neitt. Nema heimsókn frá löggunni.
No comments:
Post a Comment