I´ve got two words for you...
Shut the fuck up!
Gekk bara vel í heimspekilegum í gær. Skrifaði nógu andskoti mikið. Þá er það skítalskan í dag. Svo fer ég bara að einbeita mér að listamanninum tobbaliciousi. Nokkrar hugmyndir komnar:
1. Ganga um miðbæinn íklæddur jakkfötum. Hljómar kannski ekki merkilega en listin og þar af leiðandi snilldin fellst í því að ég verð með líters kókflösku sem hefur einungis að geyma botnfylli. Ég ætla að kalla verkið "Nútímamaðurinn"
2. Önnur hugmynd er að finna mér gott horn í miðbænum og búa til "stúdentalistaverk" úr núðlum. Ég verð alltaf með pott sem sýður núðlur. Svo getur fólk fengið listaverk búið til úr þeim núðlum, gegn vægu gjaldi. Ætla svo að þjálfa mig upp í það að skrifa ógeðslega smátt og þá getur fólk fengið áritaðar núðlur.
3. Þriðja hugmyndin er eiginlega sú sem mér finnst mest spennandi. Sama horn í miðbænum, engar núðlur. Vopnaður augnháraplokkara og íklæddur engu nema stuttbuxum. Svo geta gangandi vegfarendur keypt hár af líkama mínum. 50 kall fyrir hvert hár.
No comments:
Post a Comment