Ekki fleiri greinar, takk!
Þorgrímur Þráinsson, fyrrverandi pin-up strákur doubledusch á Íslandi og núverandi starfsmaður Lýðheilsustöðvar skrifar grein í Moggann á laugardag. Ég ætlaði svo að sitja á mér að skrifa um þetta en.. hvað get ég sagt?.. Mér svelgist ekki oft á morgunkaffinu en á laugardag tókst Þorgrími að koma því öfuga leið með skrifum sínum. Förum bara í gegnum þetta.
Fyrirsögn: "Tíu bjóra og tvo banana, takk!" Hér býst ég við því að Þorgrímur hafi ætlað að vera fyndinn? Sýna það að þó hann sé intellektúel þá lumi hann á nokkrum svona sterkum bröndurum. Maður alþýðunnar þrátt fyrir mikla fræðilega hugsun.
Hræðsluáróður númer eitt: "Verði frumvarpið að lögum verður væntanlega hægt að kaupa léttvín og bjór í öllum verslunum, sjoppum og bensínstöðvum." Þorgrímur leiðréttir svo eigin hræðsluáróður í næstu línum á eftir: "Reyndar kemur fram í frumvarpinu að óheimilt sé að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- og nýlenduvöruverslunar."
Heilræði tobbaliciousar handa Þorgrími. Setningin hefði dugað svona: "..... væntalega hægt að kaupa léttvín og bjór í öllum verslunum." Meira þurfti ekki og ætla ég að líta á það þannig að restin hafi verið óskhyggja af þinni hálfu.
Þorgrímur spyr svo: "Hvaða skilyrði þarf verslun að uppfylla til að teljast nýlenduvöruverslun?"
Ég, sem er þó enginn sérfræðingur, myndi segja það að hún þyrfti að selja nýlenduvörur. Þar af leiðandi nýlenduvöruverslun. Ekki satt?
Þorgrímur fer svo á flug: "Í frumvarpinu stendur að áfengið verði ekki selt í söluturnum, söluturnum með ís eða samlokugerð, matsöluvögnum og blaðasöluturnum. Hvar eru söluTURNAR í dag? Ef það eru hefðbundnar sjoppur,... Bíddu?, bíddu? Er eitthvað að smella hjá stráknum? Er hann að fatta að söluturnar eru sjoppur? "...munu þær þá ekki hætta að selja ís og búa til samlokur?"
Nei. okkar maður er ekkert að fatta. Þorgrímur. Ég vildi fá að benda þér á eitt hérna. Söluturn sem hættir að selja ís eða búa til samlokur myndi þá falla undir skilgreininguna söluturn og það vill svo skemmtilega til að frumvarpið segir að bannað sé að selja áfengi í söluturnum (ertu að fylgjast með?) og söluturnum með ís og samlokugerð. Svo ef þú tekur í burtu "með ís og samlokugerð," hvað er það þá?? Ertu með? Ef ekki þá skulum við bara snúa okkur að næsta atriði í greininni þinni.
Þorgrímur segir: "Í frumvarpinu kemur fram að afgreiðslutími skuli ekki vera lengri en til kl. 20.00." Í framhaldi af því eru nokkrar spurningar sem sækja að honum og ætla ég að svara þeim einni í einu.
Þorgrímur:"Munu stórmarkaðir og/eða nýlenduvöruverslanir loka verslunum sínum klukkan 20.00?" Nei, Þorgrímur, það tel ég mjög ólíklegt. Dæmi um verslun sem t.d. ekki þyrfti að loka (fimmtudagar vandamál). Hagkaup. En samt tel ég að 10-11 einskorði ekki afgreiðslutíma sinn við sölu áfengis. Ólíklegt.
Þorgrímur: "Ætla verslanir að hafa sérherbergi með áfengi sem verður læst kl. 20.00?" Af hverju ekki? Góð tillaga. Kem henni áleiðis.
Þorgrímur: "Verða rimlar fyrir rekkunum sem skella í lás kl. 20.00?" Þorgrímur! Þú ert uppfullur af góðum hugmyndum! Ég segi bara aftur, af hverju ekki? Sparar það að þurfa að byggja sérherbergi, ekki satt? Verslanir ættu kannski að hafa þig í liði með sér?
Þorgrímur kemur svo með eina frábæra: "Hverra er að fylgja þessu eftir?" I dunno? Lögreglunnar kannski? Hún, held ég að minnsta kosti, hefur séð um það til þessa? Gæti hún þá ekki tekið að sér að fylgjast með því hvort þessi lög væru brotin? Bara svona hugmynd.
Svo fer Þorgrímur á kostum: "Fyrir nokkrum misserum var niðurstöðum könnunar um afstöðu almennings til sölu á áfengi og bjór í stórmörkuðum flaggað víða. Líklega vegna þess að spurningin laut að stórmörkuðum." Bravó!, Þorgrímur, bravó!
Hann heldur svo áfram en nú með óskhyggju sína um að selja áfengi í hverri einustu sjoppu. "En hver er vilji þjóðarinnar ef selja á léttvín og bjór á nánast hverju götuhorni, eins og mun líklega gerast ef frumvarpið verður að lögum?" Þín óskhyggja, Þorgrímur, ekki vilji ríkisins.
Gullkorn frá Þorgrími: "Hver er afstaða ábyrgra foreldra sem eru undir stöðugum þrýstingi neyslusamfélagsins og áfengisauglýsinga - þótt þær séu bannaðar með lögum?" Hér held ég að Þorgrímur eigi við ÓÁBYRGA foreldra. Ábyrgir eru væntanlega ekki undir þetta ofurvald neyslusamfélagsins settir. ÁBYRGIR FORELDRAR UNDIR STÖÐUG ÞRÝSTINGI FRÁ ÁFENGISAUGLÝSINGUM??? Nei, Þorgrímur, það held ég ekki. Held þú sért eitthvað að miskilja orðið ábyrgur, ekki satt?
Svo koma spurningar frá Þorgrími sem ég skil ekki af hverju hann sendi ekki til lögreglunnar (þeirra sem eiga að fylgja eftir lögunum Þorgrímur.): "Hvar er eftirlitsaðilinn í þeim efnum? Vinnudegi lokið? Óþægilegt mál? Skortur á hugrekki? Eða hentar að hafa þessi mál aftast á "forgangslista"." Spurðu lögguna.
Nú ætla ég aðeins að hoppa yfir góðan kafla hjá Þorgrími og grípa aftur niður í greinina þar sem hann talar um drykkjuvenjur þjóðarinnar og það að hugmyndir þingmanna gætu að einhverju leiti byggst á frelsissjónarmiðinu.
Þorgrímur fær orðið: "Í siðmenntuðu þjóðfélagi verður að setja hömlur á frelsi því annars fer allt úr böndunum. Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð - sem fæstir eru tilbúnir að axla."
Þorgrímur, Þorgrímur, Þorgrímur. Hvað get ég sagt? Í siðmenntuðu þjóðfélagi færi ekki allt úr böndunum, þar af leiðandi er það kallað siðmenntað. Í siðmenntuðu þjóðfélagi væru líka til einstaklingar sem tilbúnir væru að axla þessa ábyrgð. Ég ætla því að þú hafir, líkt og áðan, gleymt einu ó-i. Ósiðmenntuðu? Er það það sem þú vildir sagt hafa? Erum við sem sagt ósiðmenntað þjóðfélag? Vildi bara fá útskýringu á þessu. Finnst rosalega skrítið að tala um siðmenntað þjóðfélag sem myndi fara úr böndunum einungis vegna þess að lög um áfengi yrðu rýmkuð aðeins. Ætti siðmenntað þjóðfélag ekki að geta tekið á þessum málum? Samkvæmt Þorgrími erum við það alla vegna ekki.
Þorgrímur tekur líka á meðvirkni. "Í nánast hverri einustu fjölskyldu eru einstaklingar sem hafa lagt líf sitt og heilmargra annarra í rúst með áfengisneyslu. Mörg okkar horfa aðgerðarlaus upp á maka, feður, mæður, systkyni eitra allt í kringum sig, misþyrma tilfinningum. Við forðumst að tala um vandamálið og eftir erfiða helgi má ekki minnast á það þótt heimilisfaðirinn hafi haldið fjölskyldunni í heljargreipum - "undir áhrifum" eða hreinlega blindfullur. Allir eru meðvirkir. En frumvörp um aukið frelsi í þessum efnum hljóta að bjarga þjóðinni undan skaðvaldinum. Loksins!"
Fyrst. Ef þú horfðir aðgerðarlaus upp á þetta ert þú ekki ábyrgur og siðmenntaður einstaklingur. Annað. Þessi lög eiga ekki að bjarga einum né neinum, það er þinn miskilningur og kannski óskhyggja. Þessi lagasetning er kannski til þess að losa þá sem hafa stjórn á sinni drykkju og misnota ekki áfengi undan þeim heljargreipum sem ábyrgir og siðmenntaðir einstaklingar, eins og þú Þorgrímur, hafa haldið þeim. Mér sýnist þeir sem ætla sér að misnota áfengi þurfi ekki á þessu lögum að halda, þeir hafa bjargað sér hingað til. Þú átt ekkert heldur að vera að fela það ef þú heldur að íslendingar séu alkóhólistar upp til hópa... bíddu... "Í nánast hverri einustu fjölskyldu eru einstaklingar sem hafa lagt líf sitt og annarra í rúst með áfengisneyslu." Hvað er ég að segja? Þú sagðir það. Fyrirgefðu.
Nú ætla ég að ljúka þessu. Það eru margir aðrir punktar hjá Þorgrími sem fara, við skulum segja, örlítið í taugarnar á mér en ég ætla að láta mér nægja að taka fyrir einn í viðbót. Ég kalla það: "Þorgrímur ræðst á hið háa alþingi!"
"Á hinu háa Alþingi (innsk. tobb. Kaldhæðni Þorgrímur? Fansí.) liggja fyrir þrjú frumvörp sem lúta öll að tilslökunum í áfengismálum - sökum misskilinnar frelsisáráttu. Nái eitt eða fleiri fram að gangamun enn auka á áfengisböl þjóðarinnar (innsk. tobb. Fullyrðing dauðans. Sannanir fyrir þessu liggja væntanlega uppi á skrifstofu Lýðheilsustöðvar. Ásamt kúlunni sem sýnir inn í framtíðina.). Líklega munu einhverjir samþykkja frumvörpin með lokuð augun (vegna þrýstings hagsmunaaðila?), aðrir með bros á vör (til að fá klapp á bakið?), en í "í leiðinni" verður fjármagn til forvarna líklega aukið - svo að þingmönnum líði betur, sýni lit. Er aukið fjármagn plástur á sárið? Hvar er hugrekkið? Ábyrg afstaða?"
Róóóóólegur Þorgrímur, áður en þú sakar þingmenn um það að vera spillta(þrýstingur frá hagsmunaaðilum), ósjálfstæða(til að fá klapp á bakið) og óábyrga(Ábyrg afstaða?). Ég er viss um það að þingmenn kjósa um þetta eftir eigin sannfæringu. Það gera nefnilega einstaklingar í ábyrgu og siðmenntuðu þjóðfélagi. Þeir láta ekki hræðast af hræðsluáróðri og óábyrgum fullyrðingum.
Mér tókst ekki að hætta að blogga. Við skulum þakka Þorgrími Þráinssyni fyrir það. Þorgrímur, ég á ekki orð. Ekki fleiri orð, vildi ég sagt hafa.
No comments:
Post a Comment