April 2, 2004

Förum í skemmtilegan leik

Lesendur! Nú ætlum við að leika okkur saman. Feels like I´m talking to myself. Eníhú. Allir sem hafa gaman að góðri skemmtun ættu nú að setja sig í stellingar. Leikurinn er mjög einfaldur. Það eina sem þið þurfið að gera er að virkja góða skapið og muna að hláturinn lengir lífið. Svona fer leikurinn fram: Hnefi hægri/vinstri handar er krepptur en vísifingur þó skilinn útundan. Hann er látinn vísa beint upp í loft. Nú er vísifingur(sem ávallt skal vísa beint upp) færður upp að nefi. Broddur nefs skal nema við efstu kjúku fingursins. Nú er höfuð fært hægt til hliðanna, líkt og þú sért að neita barni um sleikjó. Þannig ætti nefbroddurinn að rekast létt utan í fingurinn í hvert skipti sem breytt er um stefnu.

Þannig er leikurinn og frekari útskýring á honum kemur þegar fólk hefur gefið mér til kynna að það hafi prófað hann. Kommentakerfið væri þá sniðugt til að segja frá því. Vona að þið skemmtið ykkur.

No comments:

Post a Comment