Tilfinningar
Sá auglýsingu fyrir dömubindi í gær. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað þegar auglýsingin var á enda blasti við mér: "XXXXXX skilur tjáningu líkama þíns."
Hvernig er líkaminn að reyna að tjá sig?
Jo-vic segir: hann grætur blóði yfir vonsku mannanan
Deeza segir: þarf að fara í kaffi... heyri í þér á eftir!
Svo þessi litla könnun mín gefur mér ekki neitt. Konur hræðast það greinilega að uppljóstra of miklu og eru ákveðnar í því að ég gefi mér mínar eigin niðurstöður. Hvað gerðist svo? Fyrir tveimur tímum síðan setti ég á mig dömubindi og lét lagið alparós með Vilhjálmi og Ellý Vilhjálms á rípít. Nú tveimur tímum síðar hef ég farið í gegnum allann tilfinningaskalann og verð að viðurkenna að: MIG GRUNAÐI ÞAÐ ALDREI! Er þetta að vera kona? Hef ég uppljóstrað leyndarmálið á bakvið konuna? Fundið svarið við spurningunni sem karlmenn hafa spurt sig frá upphafi: What the fuck´s wrong with them?
Hér birti ég dagbókarfærslur mínar meðan á tilrauninni stóð:
9:15. Dömubindið frekar óþægilegt. Farinn að svitna þar sem það snertir. Lagið samt veitir mér gleði. Syngja tobbalicious! Syngja!
9:20. Aaaaalpaaaaaróóóóóós. Aaaaalparóóóóós. Aldrei ljúki þín saaaaaaaagaaaaaaaaaa!
9:28. Ólýsanleg þörf til þess að baka köku. Hmmmmm? Ætli það sé til eitthvað súkkulaði í húsinu? Best að þrífa. Tekur hugann af súkkulaðinu.
9:32. Hvernig tókst mér að raka mig undir höndunum án þess að taka eftir því? Og hita vaxtækið? Er dömubindið að ná yfirhöndinni? Verð að berjast á móti.
9:43. Búinn að ná smá af þessari helvítis appelsínuhúð af lærunum á mér. Rakakremið er ekki sem verst. Mig vantar reykelsi.
9:56. Endurskipulagði aðeins íbúðina. Vantaði liti. Svaraði 20 færslum á femin.is og bjó til síðu handa Visku Nótt og Elí Elís á barnaland.is. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
10:08. Í hverju á ég að vera í kvöld? Ég á ekkert í skápnum! Hringdi í mömmu og spurði hvort hún vildi koma með mér í Kringluna og Smáralind. Ég eeeeeeelska að kaupa mér föt. Pantaði mér tíma hjá kvensjúkdómalækni á mánudaginn.
10:26. Vissi ekki að síðan hjá cosmo hefði að geyma svona mikinn sannleika! Af hverju benti mér enginn á þetta fyrr? Þið eruð búin að halda mér í myrkrinu allan þennan tíma. Verð að kaupa mér Bacardi Breezer fyrir partíið í kvöld. 10 manna úrslit í American Idol. Ætli maður geti kosið héðan frá Íslandi?
10:34. Aaaaaaaaaaalpaaaaaróóóós!
10:41. Af hverju eru karlmenn svona skilningssljóir? Hvílíkir apar! Ja, nema kannski Beckham? Hann er sko maður sem er í góðu sambandi við bæði sína innri konu og svo líka konuna sína. Húúúúún er ekkert smá heppin að eiga svona yndislegan mann! Svo sakar ekki að hann er með bestu lærin í boltanum. Hann þyrfti sko aldrei að setja klósettsetuna niður! Ég myndi fyrirgefa honum það. Var að skoða Hello! áðan með nýju myndunum frá húsinu þeirra í Madríd. Hann hefur svo góðan smekk!
10:53. Ekkert komið í bindið ennþá? Ætti ég að fara að hafa áhyggjur? Ég er í skóla og hef ekki tíma fyrir barn. Kannski ég skreppi út í apótek og kaupi mér svona þungunarpróf? Ætli þau séu alveg 100%??? OOOOOOOHHHHHH! Hvað var ég eiginlega full um síðustu helgi? Ætti ég að hringja í hann? Láta hann vita? Nei, ég fæ Jóhönnu vinkonu til að gera það fyrir mig. Hún er svo góð í svona. Trúi því ekki að þetta sé að koma fyrir mig!
10:55. Af hverju er ég að gráta? Bú hú hú hú. Ég er bara svo full af tilfinningum! Það er svo erfitt að vera kona í dag! Það skilur okkur enginn!
Komið af. Guuuð minn almáttugur. Þetta reyni ég ekki aftur. Hvernig í andskotanum útskýri ég það fyrir strákunum í boltanum að ég er hárlaus á líkamanum? Fyrir utan þessa litlu rönd sem ég er með á náranum. Þetta er ekki fyndið. Hvern hefði grunað að eitt dömubindi væri svona hættulegt. Það kann svo sannanlega að hlusta og greinilega gefa ráð líka. Ég fer ekkert í boltann í dag. Ekki svona rakaður. Hvað ætli það taki langan tíma fyrir hárin að vaxa aftur?
No comments:
Post a Comment