Líf í námi (Lín)
Það hefur alltaf verið þannig að mikið hefur verið lagt í það að hvetja mig til þess að næla mér í gráðu frá Háskóla Íslands. Á þeim merku tímamótum þegar árin í þrítugt voru færri en árin í tvítugt ákvað ég að láta slag standa og koma þessu í verk.Gráða væri það fyrir þrítugt.
Hvað gera ungir menn á þrítugsaldri til þess að eiga fyrir námi. Jú, þeir vinna, vinna mikið og helst vinna þeir tvær vinnur svo sækja þeir um lán til ríkisins þar sem það ætti að vera ríkinu í hag að eiga vel menntaða og glæsilega karlmenn til að flagga þegar kynna á eylandið á erlendri grundu.
Að sækja um lán hjá ríkinu er nokkurs konar leikur, í fyrsta lagi áttu að senda þeim þá upphæð sem þú hefur þénað á árinu og hversu marga mánuði þú hefur unnið. Síðan senda þeir þér fallega tölu sem segir til um það hvað þeir ætla að lána þér. Þennan leik verður þú að stunda þangað til þeirra tala er komin sem næst núlli og þín slagar hátt í þann fjölda mánaða sem þú hefur unnið. Lítið, hugsar maður en ætti að duga, ríkið að sýna mátt sinn og stuðning við námsmenn.
Auður í krafti auralausra.
Með háleitar hugmyndir um það að sælir séu fátækir og allt það besta í heiminum væri frítt hófst námið. Bóka og möppukaup tóku drjúgan part úr “menntasjóðnum” og blikur á lofti að ekki myndi sjóðurinn duga. Sérstaklega ekki ef eyða þyrfti í óþarfa líkt og mat og svoleiðis eitthvað. En eftir svona viku í námi gerir maður sér grein fyrir því að allt í einu á maður engan pening. Þá breytist allt og líf verkamannsins með lúsarlaunin virðist í minningunni sem gamall happdrættisvinningur. Þegar maður er fátækur námsmaður þá breytis viðhorf heimsins gagnvart þér. Sjálfvirkar hurðir í matvöruverslunum virðast ekki opnast fyrir þér og loks þegar þú nærð að smygla þér inn með “alvöru viðskiptavini” þá bíður eftir þér starfsmaður sem spyr, “Ætlar þú að versla eitthvað hér, FÉLAGI”. Hann notar félagi því hann veit ég á bágt og vill sýna í verki að hann styður mig heils hugar í fátæktinni. Bara að ég gæti farið og verið fátækur í annarri búð, það væri betra fyrir alla aðila.
En hvað með það? Veit hann ekki að ég er í Háskólanum? Veit hann ekki að mín er framtíðin? Mitt er að finna upp eilífðarvélina, mitt er að verða sá sem sameinar kvótaeigendur og almúgann. Kemur friði á í Mið-Austurlöndum og fær Friðarverðlaun Nóbels. En á meðan við bíðum eftir því þá liggur hlutverk mitt í því að stela 50kalls núðlupökkum til þess að geta borðað og hanga hjá smökkunarbásum í stórmörkuðum og heimta ábót. Rétt svona til þess að LÍN fái ekk samviskubit yfir því að endar nái ekki saman hjá námsmönnum. Dusta þarf rykið af gömlu sníkjuaðferðunum sem maður notaði í menntaskóla, alltaf með hor, setja stúr á munninn, draga inn kinnarnar og glenna upp augun til þess að sýna fram á hvað maður á rosalega bágt. Sami svipur og er á ofurfyrirsætum sem gripnar eru við það að koma út af Betty Ford stofnuninni. Okkar hlutverk námsmannanna og ofurfyrirsætanna er að kveljast í angist yfir frægð og fátækt.
Stúdentastyrksnefnd.
Það er ekki málið að ég vilji vera að væla, það var mín ákvörðun að fara í nám og því verð ég að taka. Ég væri bara til í það að námið væri það sem allt snérist um. Að ég gæti farið í skólann, hlustað og meðtekið, farið síðan heim og klárað heimavinnuna. Í fullkomnum heimi væri það þannig. En eins og staðan er í dag er deginum skipt niður í tvo hluta. Fyrir hádegi er skóli, allur hinn tíminn fer í það að láta enda ná saman og passa það að sambandið við kærustuna fari ekki til andskotans við að rífast um þá fáu hundraðkalla sem finnast í óhreinatauinu. Það er svo sannarlega vinna að standa í námi, meiri en ég bjóst við og hefur ekkert með nám að gera.
Maríneraður í skuldum lýk ég svo vonandi námi, vitandi það að í lífinu eru engar leiðbeiningar. Engin lán heldur.
Wе аbsolutely lоve youг blog and find nеarlу all οf your pοst's to be what precisely I'm loοking foг.
ReplyDeleteсan уou οffer guest ωritеrs tο wгitе content for уоu personаlly?
I wouldn't mind writing a post or elaborating on a number of the subjects you write with regards to here. Again, awesome blog!
Also visit my web blog - New Bingo Sites