July 21, 2004

Breiður texti

Það besta við að vinna í búð er að koma heim. Það er ég núna og mættur fyrir framan tölvuna. Ég er reyndar búinn að gleyma svolitlu, þetta með keppnina um daginn. Vinningum hefur verið komið til skila og er Gyða Sól nú stoltur eigandi "Það besta úr 70 mínútum 2" og teyknymind með tobbaliciousi til þess að hengja upp á vegg gerð bara fyrir hana. Af því að tobbalicious elskar að fá send brjóst. Veit ekki hvort ég verð með einhverja keppni aftur, lítil þátttaka í þeirri síðustu.

Annars var ég ekkert nema dofinn í búðinni. Einn af þessum dögum. En ég á þá bara nokkra punkta til þess að nota síðar. Þegar maður fær eitthvað rétt upp í hendurnar á maður að nota það. ANDSKOTINN hafi það! Þannig var nefnilega að þegar ég var nokkurn veginn nýskriðinn inn í gleðina var ég eitthvað að þykjast vinna rétt hjá kassanum. Kemur ekki aftan að mér eldri kona og kallar í átt að mér: "Afsakið! Er enginn á kassa?!" Hvað geri ég? Það eina rétta í stöðunni auðvitað, snéri mér við, leit í áttina að kassanum og svaraði: "Nei. Mér sýnist ekki. Af hverju?" Þarna, sjáið til, þarna var kjörið tækifæri til þess að vera almennilegur og mynda þessi sérstöku tengsl sem eiga að vera á milli viðskiptavinar og búðarstarfsmanns. Kannski næst?

Kannski er það því að kenna hvernig kvöldið í búðinni fór allt af stað hvað ég var dofinn. Í fyrsta lagi þá þurfti ég að raða upp smokkum og það beint fyrir framan kassann. Allir að labba framhjá og ég eldrauður og sá að þau héldu greinilega að ég væri einhver hórkarl sem væri sofandi hjá öllu og öllum. Mér leið eins og mellu. Skömmin var svo mikil. Mér lá við gráti. Stingandi augnaráð viðskiptavina sem dæma mann án þess að vita allan sannleikann. Ég var að raða þessu þarna upp því það eru aðrar skítugar hórur af báðum kynjum sem koma inn í búðina og kaupa þessar skítugu vörur sem mér finnst ekki eiga heima í fjölskylduvænri matvöruverslun. Smokkar og dömubindi. Þegar þær vörur eru komnar út get ég loks borið höfuðið hátt í vinnunni. Það er engin ástæða til þess að hafa þessi kynlífstól fyrir allra augum. Hvað ætli börnin sem komi inn hugsi? Bera þau þess nokkurn tímann bætur að líta þetta augum?

Með þetta nýafstaðið kom svo að atriði sem fékk mig til að hugsa til þeirra gömlu góðu daga þegar ég átti kærustu. Kom stúlka með vinkonu sinni og barni að kassanum. Meðan stúlkan er að ganga frá kaupum sínum stendur vinkonan með barnið við innganginn, þ.e. útganginn í þessu tilviki, og barnið eitthvað hlaupandi um. Þá kallar stúlkan á vinkonu sína: "Nei, passaðu hann. Hann er vís til þess að hlaupa út á götu!" Hversu oft heyrði ég ekki mína fyrrverandi kalla þetta til næsta viðskiptavinar þegar við vorum úti að versla í gamla daga? Brings back memories....

Var ég ekki eitthvað að tala um að dæma fyrirfram? Ég minntist á þetta vegna þess að ég lendi oft í því að fólk er að dæma mig, án þess að það viti sannleikann. Málið er nefnilega að margir sem hitta mig halda að ég sé blindur vegna þess að ég nota svona sterk gleraugu sko. En það er bara ekki rétt. Það rétta í málinu er að ég er alvarlega sjónskertur og væri algjörlega óstarfhæfur ef ekki hefði ég gleraugun, en ég er svooooooooooo langt frá því að vera blindur.

No comments:

Post a Comment